Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 60
56
BÚNAÐARRIT
eru til að fé hefir verið slátrað 1—2 eða. jafnvel (leiri
dögum áður en kjötið hefir verið flutt. Til flutningsins
gengur mislangur tími, en oft er það einn dagur. Þeg-
ar svo á verzlunarstaðinn kemur, vantar stundum hús-
rúm og starfsmenn, til að koma kjötinu þegar undan.
Það ber því við, að bunka verður kjötið og það jafnvel
skrokka, er koma utan af blóðvellinum, áður en þeir eru
fuiikaldir, og svo liggur kjötið þar dægur eða lengur.
Með þessari aðferð, og eins þótt hún sé mun skárri,
er kjötið orðið gagnmengað af rotnunarbakteríum, og það
jafnvel farið að úldna eða lágna. Enn fremur er kjötið
búið að missa sinn náttúrlega lit og farið að grána. Ef
þetta umrædda kjöt er saltað svo mikið að það salt-
brenni, og því hálf-eyðilagt á þann hátt, þá hættir rotn-
unin að mestu eða öllu. En sé saltað eins og hæfilegt
er fyrir óskemt kjöt, þá getur það eigi nægilega fyrir-
bygt áframhaldandi rotnun í því kjöti, sem skemd er
komin í, þegar saltað er.
Fæstir munu trúa því, hve fljótt kemst skemd í
kjötið ef hlýtt er í veðri. Ef volgir skrokkar eru bundn-
ir innan í gærur, eða þeim bunkað saman, þá er kom-
in skemd i kjötið innan dægurs, þótt það finnist eigi,
þolir kjötið engu að síður mun ver geymsluna.
Það má ganga að því sem vísu, að allir, er senda
út kjöt, setja nær því jafn-mikið salt í hverja tunnu.
Og eins og sagt hefir verið fyrir með söltunina,er saltið
nokkru meira en nauðsynlegt er til þess að kjötið kom-
ist óskemt út, ef það fer álveg óskemt í tunnurnar.
Það verður því að vera ófrávíkjanleg regla að
fónu só slátrað þar sem kjötið er saltað niður. Og ef hlýtt er
i veðri má aldrei slátra örar en svo, að ætíð sé hægt
að koma kjötinu í salt, þegar skrokkarnir eru orðnir
kaldir.
Nú er þá kjötsölumálið komið það á veg, að á síð-
astliðnu hausti voru sendar frá íslandi yflr 2000 tunnur