Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 324
320
BÚNAÐARRIT.
miklar dælur. En víða, einkum til fjalla, er þaö hvort-
tveggja, að stutt er til vatns, og yflrborð þess jafnvel
hærra eða aðeins litlu lægra en gólfflötur bæjarhúsa og
gripahúsa; og vit hafði Þorbjörg Grímkelsdóttir á, að
hagnýta sór það. „Hún lét veita heim brunnlæk sínum,
og þekja yfir“, segir sagan, og fyrir bragðið gat hún
varið því, að Hólmverjar gætu brent bæ hennar á
Indriðastöðum.
Fyrir utan það, að hafa hreinna vatn og hægara að
ná því, sparast bæði tími og vosbúð, sem fylgir vatns-
sókningu á vetrum.
Kostnaður við að leiða vatn, þar sem vel hagar til,
er minni en eg hygg að margur ætli, og eg er þess
viss, að hver sá, er komið hefir henni á hjá sér, álítur
því fé vel varið.
Sjálfur hef eg nýlega komið fyrir vatnsleiðslu í bæ-
inn hjá mór, en hef ekki enn fengið reynslu fyrir, hvort
hún er örugg fyrir miklum vetrarfrostum. Eg skal hér
gjöra grein, að svo miklu leyti sem eg get, fyrir fyrir-
komulagi hennar og kostnaði við hana.
Vegurinn, er eg leiddi, vatnið er 130 faðm., yfirborð
vatnsins 4 fetum hærra en gólfflötur húss þess, er eg
leiddi það í. Eg keypti til þess galvaniseraðar pípur hjá
Helga Magnússyni í Reykjavík og gróf þær 13/4 alin
niður. Eg hafði ætlað mér að grafa þær tvær álnir, en
hætti við, sökum þess, að klöpp var fyrir á mestum
hluta vegarins. Þegar inn í húsið kom, lét eg pípuna
beygjast í vinkil upp úr gólfi, það hátt, að inni er endi
hennar að eins 10 þuml. lægri en yfirborð vatnsins við
upptökin. Á enda pípunnar inni er önnur vinkilbeygja
(hnó), er kraninn er skrúfaður í. Á hinum enda hafði
eg sigti, tilbúið úr galvaniseruðu járni, með þéttpikkuð-
um götum.
Pípa þessi, er eg notaði, var í 14 — 16 feta löngum
stykkjum, skrúfuðum saman með sterkum, galvaniser-
uðum járnhólkum, og vegur hvert stykki 12—14 pund