Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 297
BÚNAÐARRIT.
293
Af skilvindum fluttust til landsins:
Árin 1903 1904 . 1905
fyrir 25,984 kr. 63,707 kr. 58,852 kr.
Seinustu árin hafa verið og eru þessi áhöld og verk-
færi að ryðja sór til rúms: Plógurinn, jarðyrkjulierp,
hestareka, ávinnsluherfi, vagnar, kerrur, sláttuvélar
o. s. frv. — Notkun þessara áhalda og verkfæra hefir í
för með sér mikinn vinnusparnað og þægindi. — En auk
þeirra stærri verkfæra og áhalda, er hór hafa. neínd
verið, þurfa bændur einir sór eða í félagi við aðra, að
útvega smátt og smátt ýms fleiri. Þar vil eg benda
á nokkur jarðyrkjuherfi, svosem: diskaherfi, spaðaherfi,
/jaðraherfi o. s. frv. Enn fremur vil eg nefna sáðvélar
heyvagna, rakstrarvélar o. s. frv. Síðast en ekki sízt
vil eg minna á vatnsleiðslu heim í bæina, sem viða er
farið að hugsa um og framkvæma. Slík vatnsleiðsla
inn í húsin sparar mikið erfiði, sem oft er óvinsælt,
og eykur þægindi og þrifnað á heimilunum.
Loks mætti geta um mjaltavélarnar, sem virðast
hafa tekið umbótum nú á síðustu tímum, eftir þvi sem
»Ugeskrift for Landmœndv. og fleiri útlend búnaðarrit
skýra frá. Er nú verið í Danmörku að gjöra tilraunir
með þrjár slíkar vélar á stórbúum þar. En vélar þess-
ar eru hreyfðar með gufuafli — „rnotor" — og kosta
með öllu 800—1000 kr. fyrir 50—100 kýr. En þetta
háa verð á þeim hefir það i för með sér, að flestum er
um megn að eignast þær. Það eru aðeins stórbændurnir,
er hafa ráð á því. Hins er að vænta, að innan skamms
verði búnar til hand-mjaltavélar af líkri gjörð, hæfilega
stórar og verðið eftir því.
Gefst þá öllum almenningi kostur á að eignast þær
og nota.
Ef landbúnaðinum á að verða framfara auðið, sem
sjáifsagt er að gjöra ráð fyrir, þá hljóta breytingar þær,
er getið hefir verið um hór á undan, að ryðja sér al-
ment til rúms. Þessar breytingar — aukin verkleg