Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 61
BÚNAÐARRIT
57
af saltkjöti, er meðferð var svo góð á, að þær seldust á
60—65 krónur tunnan. En mestu skiftir það, að nú
mun engin geta m'eð rökum hrakið, að það er ólagi og
deyfð að kenna ef eigi fæst, þegar fram líða stundir, að
minsta kosti árlega 200,000—300,000 krónum meira fyrir
útflutt kjöt, miðað við sama útflutning sem nú er, held-
ur en hægt var að fá með gömlu aðferðinni. Og þar
sem margir hafa nú orðið þessa skoðun, ætti eigi að liða
á löngu þar til almenn bót er ráðin á þessu nauðsynja-
máli. En i sambandi við þessar framtíðarvonir minnist
eg þess, þegar eg sigidi í kjötsöluerindum haustið 1903,
hve margir voru vondauflr með árangur af förinni. Eg
tala hór eigi um árásir þær, sem gerðar voru á mig og
stjórn Búnaðarfóiags Islands fyrir að hafa ráðið mig til
starfans, því að árásir þessar voru frá fáeinum andstæð-
ingum mínum og stóðu fyrir utan málið; heldur tala eg
um þær skoðanir, er ýmsir létu i Ijósi við mig, sem
vildu bæði mér og máiefninu alt hið bezta. Mest virt-
ist mér þó vonleysið, um árangur ferðarinnar hjá þeim,
er mest höfðu verzlað með íslenzkt saltkjöt erlendis og
fengist við fjártöku hér. Alitu þeir að engin veruieg
breyting gæti orðið á því lyrirkomulagi í heild sinni,
er verið hafði. En jafnframt er verðugt að geta þess
að mér vitanlega hafa engir úr kaupmannastéttinni reynt
að spilla fyrir kjötsölutilraununum, en ýmsir veitt mér
hinar þörfustu og hugheilustu bendingar.
Eg er sannfærður um, að ef tillögum þeim, er eg
kom með, eftir að eg hafði starfað fyrir kjötsölumálið
erlendis, hefði öllum verið sint þá þegar, mundi málið
áreiðanlega fyrir tveimur árum síðan hnfa verið komið
jafn-langt á leið, og það virðist nú loks vera komið.
En tveggja ára dráttur á viðunandi framkvæmd þessa
máls kostar landið sankvæmt því, er áður er sagt, um
hálfa míljón króna, og ætti það að hvetja hér eftir til
bráðra framkvæmda.
Haustið 1903 og mörg ár þar á undan, er vel í