Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 134
130
BÚNAÐARRIT
Skulu hér talin nokkur þau afbrigbi sem bezt hafa
reynst og óhætt er að mæla með til ræktunar.
Bóðinjarkartöflur, hvítar, lítið eitt flatar, ekki
sérlega stórar, en margar; hafa nú í 3 ár verið hæstar
á uppskerulistanum; í sumar 15577 ÍB á dagsl. Teknar
voru frá tvær plöntur, sem bezt spratt undir, verða þær
hafðar sem stofnmæður, en þó haldið hvorri fyrir sig.
Uppskeran undan annari þeirri plöntu vigtaði 2 ® 65
kvint og undan hinni 2 ® og 7 kv.
Akureijrarlcartöftiir. Fyrir 5 árum fékk eg til
reynslu lítið eitt af útsæði frá Davíð kaupmanni Sigurðs-
syni á Akureyri, hefi eg haldið því við siðan og það
reynst mikið vel. Davíð valdi það af gömlum innlend-
um stofni. Þessar kartöflur eru gular, hnöttóttar, með
djúpum augum; ekki mjög stórar en margar. Uppskera
í sumar 13642 ® af dagsláttu. Bezta plantan var val-
in úr fyrir stofnmóður, uppskeran af henni 1 72 kv.
Remarkable er rauð, stórvaxin kartafla, sem altaf
hefir sprottið vel. Uppskera af dagsl. 13200 ‘ffi. Stofn-
móðir, sem frá var tekin, gaf af sér 1 70 kv.
Próf. Dr. Orth er alfaf eitt hið bezta afbrigðið.
Hvítt, hnöttótt, stórvaxið. Uppskera 13122. Stofnmóð-
irin gaf af sér '2 ÍÉ 30 kv.
Reading giant er með þeim beztu, gul kartafla,
hnöttótt með djúpumaugum. Uppskera af dagsl. 13025*0?.
Snemmvaxin rósakartafla, rauð, litið eitt af-
löng, með grunnum augum, stórar kartöflur. Upp-
skera af dagsl. 12985 Bezta plantan valin úr fyrir
stofnmóður; gaf hún af sér 2 *«? 40 kv.
Eftirfarandi afbrigði reynast líka vel: Topas, Earlg
goldstream, Beautij of Hebron, Queen of the Vally,
Ricters Imperator, Oxford, Æggeblomme, Hammer-
schmidt.
Stofnmóðir, sem vali.n er af Queen of the Vally,
gaf af sér 1 ‘5? 87 kv. og Æggeblomme 1 *S 30 kv.