Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 284
280
BÚNAÐARRIT.
fyrst og fremst að því, að hlynna að húsmönnum og
bæta kjör þeirra. En þó þet.ta hafi átt að vera aðal-
tilgangur laganna, þá var einnig ætlast til, að með þeim
væri að einhverju leyti stutt að því, að útvega bænd-
um vinnukraft.
Jafnvel þó þessum lögum hafi yfirleitt verið vel
tekið, þá hefir samt ýmislegt verið að þeim fundið.
Meðal annars það, að stærð landsins, sem húsmönnum
er heimilt að eignast, sé of lítið. Landið hefði átt að
vera svo stórt, að þeir gætu alfarið lifað á því, eða af-
urðum þess. í öðru lagi hefir verið fundið að því, og
það sjálfsagt með réttu, að ýmsir jarðeigendur hafi
selt lönd sín þessum húsmönnum með okurverði og
jafnvel valið þeim það lakasta úr iandareigninni. Þá
hefir verið minst á það, að heppilegra mundi hafa ver-
ið, að landið hefði verið útvegað til leigu með erfða-
festuábúð, heldur en að skylda menn til að kaupa það.
(Nationalökonomisk Tidskrift 1904).
Árangurinn af lögunum hefir nú orðið sá, að þessi
5 ár, er lögin voru í gildi, fjárhagsárin 1900—01 og
1904—05, hafa verið settáfót og reist 1859 húsmanna-
býli, og voru nálægt 2/3 hlutar þeirra á Jótlandi. Á þess-
um býlum voru árið 1905 til samans 9400 manns, full-
orðnir og börn. Flestir þessara húsmanna, eða 9/io hlut-
ir þeirra, höfðu áður starfað við landbúnaði (Tidskrift for
Landökonomi 1906, bls. 552—553).
Fyr á timum hvíldi sú skylda á húsmönnunum, að
vinna hjá iandsdrottnum sínum ákveðna dagsverkatölu
á ári, og helzt þá, er lands- eða lóðareigandanum þótti
hentugast, án tillits til þess, hvernig á stóð fyrir hús-
manninum. Nú er þessu breytt, og húsmaðurinn er
oftast nær sjálfráður um, hvar eða hjá hverjum hann
vinnur. Hitt mun algengast, eigi að síður, að hann láti
landsdrottin sinn sitja fyrir vinnu sinni. En yfir höf-
uð fækkar einlægt smátt og smátt þeim húsmönnum,
er vinna hjá öðrum. Flestir þeirra kappkosta að fá