Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 206
202
BÚNAÐARRIT
sem eftirlitsmaður rekur sitt starf hjá nautgriparæktar-
fólagi fær það l1/^ kr. pr. kú. Loks eru sýningarnar,
bæði hreppa og héraðasýningar. Með vaxandi skilningi
á þýðing kynbótanna fer þeim fjölgandi, og sérstaklega
eru þær nauðsynlegar til að halda i beztu gripina til
undaneldis. Til þeirra má eigi ætla minna en 2500 kr.
hvort árið. Þá eru komnar þessar 8000 kr., en þó ótalið
að örva þarf menn, þar sem því verður vel við komið,
að setja upp girðingar fyrir naut og stóðhesta. Og bú-
ast mætti og við því að þyrfti, með góðri hagsmunavon,
að stuðla að því, að hestar vorir kæmu á sýningar
erlendis.
Af hinum smærri útgjaldaliðum mætti nefna 2500 kr.
árlega til búnaðarnámsstyrks erlendis í ýmsum greinum,
fer eftirspurnin stöðugt vaxandi og smærra skamtað, og
flestallir þeir styrkir hafa til þessa borið góðan árangur.
Þá ganga 1000 kr. til hússtjórnar- og matreiðslukenslu
hór og fyrir norðan, og sennilegt má telja, að umferða-
kensla verði hafin í þeirri grein hér sunnanlands sem
vel hefir gefist nyrðra, og yrði það þá aukin útgjöld.
Til verkfærasýninga og prófunar, eru nú ætlaðar
500 kr., og er það eigi hátt ætlað, verða þær nú á þessu
ári á 3 stöðum í landinu. Þá eru enn ótaldar um 2000
kr. til ýmsra smærri gjalda og ýmislegra útgjalda, eins
og fjárhagsáætlun fólagsins nánar ber með sér, og þó
að búnaðarþingið þ. á. sæi sór fært að fella eitthvað
niður af þeim gjöldum, nemur það litlu, enda gætu þá
og komið nýjar kvaðir í skarðið.
Pramanskrifaðar upphæðir nema yfir 50,000 kr.
Aftur komatiltekna tillög amtanna 1000 kr. á ári og
vextir af eign fólagsins, þeir taldir þessi árin 1500 kr.,
en nú hafa 2/3 hlutir sjóðsins gengið til húsbyggingar-
innar. Vér lítum svo á, að þó að efnarannsóknastofan
greiddi 700 kr. ársleigu, sem er hin minsta upphæð, er
mætti nefna, því að mjög mikill aukakostnaður var við
margs konar umbúnað í hennar þarfir, þá muni það