Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 263
BÚNAÐARRIT.
259
vatnssýslu, að áður fyr hefði það komið fyrir, um og
eftir 1880, að hann hefði orðið að ríða um sveitina til
þess að útvega fólkinu, er ílyktist þangað, vinnu yflr
sláttinn og jafna því niður. En nú eru timarnir breytt-
ir í þessu sem öðru. Nú fæst naumast nokkur maður
hvorki karl né kona tii þess að fara norður í kaupavinnu,
jafnvel hvað sem er í boði. Þykja þær ferðir kostnað-
arsamar héðan að sunnan, og langur tími fara til ferð-
arinnar hvora leið.
Hór sunnanlands heflr einnig undanfarin ár verið
hörgull á kaupafólki, einkum á kaupamönnum. Einna
minnst hefir þó borið á þessu í næstu sveitunum við
Reykjavík, því þær hafa náð í fólk þaðan. En lengra í
burtu frá Reykjavik, bæði austan fjalls og vestur í Borg-
arfirði, heflr það gengið miklu lakara að ná í kaupafólk
og það svo, að til vandræða heflr horft.
En hvað er nú orðið af öllu því fólki, er farið hefir
burtu úr sveitunum hin síðari árin? Mestur hluti þess hefir,
eins og áður er getið, farið að sjónum og í kaupstaðinn.
Eftir Landliagsskýrslunum var fólksfjöldinn hér á
landi og í kaupstöðunum sem hér segir:
Árið: — Á öllu landinu: — Þar af í kaupstöðum:
1893 — 71,085 — 10,352
1901 — 78,470 — 17,060
1905 — 80,500 — 22,629.
Á árunum 1893—1904 fjölgaði fólkinu í kaupstöð-
um um 12,000 manns, og árið 1905 um 1200—1300
manns, eða 400—500 fram yfir það, sem íólksfjölgunin
á öllu landinu nam það árið. „Að líkindum hefir fækk-
að í sveitunum 1905 um 1000 manns“ (Landshags-
skýrslur 1906, bls. 107). — Tala kaupstaðabúa, borin
saman við tölu iandsmanna í heild sinni, hefir þá
verið: 1893 15°/o, 1901 22% og 1905 28%.
Til fróðleiks set eg hér töflu yfir fólksfjölgunina i
nokkrum kaupstöðum hér á landi síðari árin. Fólks-
fjöldinn var sem hór segir: