Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 101
BÚNAÐARRIT
97
Hér er ekki sagt frá öðrum húsum en þeim sem
eg sá og skoðaði, má vera að annarstaðar séu betri hús.
Yfirleitt er það bagi að húsin skuli vera svona smá
og dreyfð á hverju býli, það er miklu erfiðara að hirða
í þeim m. fl., heldur en ef eitt hús væri fyrir alt féð.
Auðvitað fer nú þetta að lagast smátt og smátt, því
menn sjá nú á tímum óþægindin við þessa húsaskipun,
en á hina hliðina naumast hægt til þess að ætlast, eins
og nú eru ástæður manna, að rifnir séu niður þessir
„lunda“-kofar, meðan þeir eru vei stæðilegir. Að eins
langar mig til að minna á, að taka sérstakt tillit til
þess, hvernig bezt er að ná í vatn, þegar bygð eru stór
hús fyrir alt féð. Það er og betra að hafa fóðurganga
í húsum, en þau verða dýrari í fyrstu vegna þeirra.
Heyfóður fjárins á svæðinu er að tegundum til
mismunandi. Þar sem eg kom var alstaðar fóðrað á
heyi, sem langvíðast var úthey, sumstaðar að vísu
ræktað nokkuð með vatni t. d. i Eyjafirði, af Eylendinu
í Skagafirði, Yatnsdal og Þingi í Húnavatnssýslu. Þess-
ar útheystegundir eru helztar í Eyjafjarðars.: gulstör,
Ijósastör, fergin, mýrastör og elting; í Skagafirði: gul-
stör, fergin og mýrastör og elting af öliu óræktuðu vot-
lendi; í Húnavatnss. austan Yatnsdals: mýrast., elting,
klófífufjöður (brok eða rauðbreiskingur), Þingi og Vatns-
dal: guistör, língresi, smári og elting, og þar fyrir vest-
an mýrastör og brok. í Strandasýslu er heyið samskon-
ar, þar sem eg kom; ber langsamlega mest á broki, þá
guivíðir, gráviðir, mýrastör, Ijósastör og mýrafinnungi.
Þessi gróður er í afréttinum, og slá Strandamenn altsitt
úthey til fjalla; sauðféð hefir sama gróður sumar og
vetur.
Samræmi er all-gott í vetrarfóðri og sumarhögum
sumstaðar í Eyjafirði, t. d. sagði mér bóndinn á Stór
hóli að veturgamla féð sitt hefði ekki verið feitara né
þyngra í haust, þegar það kom af afrétti, heldur en í
fyrra vor; það gæti víst farið vel að slátra slíku fé að
7