Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 319
BÚNAÐARRIT.
315
um og endurbótum, þá er hún lá sofandi í eymd og
vesaldómi.
Hversu mikla virðingu sem eg ber fyrir slíkum
kaupmönnum, getur mér þó eigi þótt nóg að þeir fram-
kvæmi þetta, þá er eg lít á hag þjóðarinnar. Ef menn
vilja sætta sig við það, að íslenzkir bændur og ís-
lendingar yflrleitt verði aldrei sjálfstæðir menn og sjálf-
bjarga, hugsandi og framtakssamir, þá er auðvitað gott
að káupmenn hugsi og framkvæmi alt fyrir þá, sem
krefur sérstakrar umhugsunar, samtaka og víðsýni. En
mér fyrir mitt ieyti þykir það alls eigi nóg og einhlítt.
Eg skal eigi draga dul á það, að fyrir mér er þetta
málogaltsamvinnufélagsmáliðenguminna
uppeldismál, eða uppeldismeðal ogvakning-
armeðal, en stórkostlegt fjárhagsmál. Eg
sætti mig eigi við það, að Islendingar séu
þrælar gamals vana, hugsunarleysis og
framtaksleysis, eða í einu orði dáðleysingjar.
Eg vil að íslendingar verði hugsandi
menn og sjálfstæðir, sterkir og göfugir.
Pyrir því segi eg við þá, er um sauðakjöt þeirra er
að ræða: Stofnið samfélög og reisið sláturhús, komið
siðan á fót sambandi á milli allra sláturhúsanna, og
seljið vörur ykkar eftir gæðum og í félagi, Takið alla
kjötverzlunina í ykkar eigin hendur.
En á meðan þetta er að komast á, eiga bæði slátur-
hús og kaupmenn að varast að undirbjóða hver aðra, og
er bezt að selja þeim tveimur viðskiftamönnum kjötið,
sem hór er bent á, Samféiaginu og Sigurði Jóhannessyni.
Menn verða að gæta þess, að enn er enginn markaður
til fyrir léttsaltað, ísienzkt sauðakjöt, nema sá, sem
Samfélagið og Sigurður Jóhannesson hafa búið ti). Aðrir
geta því eigi selt það, svo í lagi sé, enn sem komið er1.
1) Höf. hafir sjálfsagt ekki verið kunnugt um það, að kaup-
maður í Esbjerg lieíir í vetur seit lcjöt ágætlega fyrir Slátur-
fclag Suðurlands. IItg.