Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 28
24
B ÖN'AÐARRIT
Árið 1904, 30,545 enskar vættir.
— 1905, 31,915 —
Þar af flutt til Englands í enskum vættum:
Árið 1904, 28,532 fyrir 2,750,000 kr.
— 1905, 31,773 — 2,890,000
í ensku nýlendunum eykst smjörframleiðslan með,
ári hverju, og um leið innflutningui- smjörs þaðan til
Englands. Kveður svo mikið að þvi, að Danir og fleiri
óttast mest samkeppni úr þeirri átt á enska smjörmark-
aðinum, og það jafnvel þó eigi sé um neinn verndartoll
að ræða á öðru smjöri er flyzt til Englands.
Til þess að sýna betur þennan skjóta vöxt, að því
er snertir smjörútflutning ensku nýlendanna til Englands,
set eg hér töflu um smjörútilutninginn frá nýlendunum
í Ástralíu (Yictoríu, N. S. Wales, og Queensland), Kanada
og Nýja Sjálandi, eins og hann hefir verið síðustu árin:
Áríð 1904 1905 1906
Smálestir Smál. Smál.
Ástralía . . 19,655 23,368 27,000
Kanada . 9,873 12,847 15,148
Nýja Sjáland . 15,836 15,770 16,000
Um smjörgerðina í Nýia Sjálandi er það að segja, að
hún er í framför og spáð vel fyrir henni. Talið er, að
í meðalárferði séu líkur til að smjörframleiðslan þar aukist
um 20—30 þúsund enskar vættiráári. — Smjörbúunum
er háttað hki. og hér. Mjólkin skilin heima eða á skílvindu-
stöðvum og rjóminn sendur til búanna. Áður en smjörið
er sent út, er það flokkað, og annast það sérstakur mað-
ur, launaður ai hinu opinbera. Flokkunin tekin gild í
Englandi, en ef misfellur koma í Ijós þegar farið er að
selja smjörið, heflr kaupandi rétt til skaðabóta eftir þar
um gerðum samningum. — Árið 1904 urðu nálægt
80% aí öllu útfluttu smjöri í 1. flokki, en 1905 voru
það 85%. — Verðið á Nýja Sjálands smjörinu í Englandi
nokkuð mismunandi, og ætíð lægra en á dönsku smjöri, þó
munurinn sé oft lítill, og minstur vanalega í aprílmánuði.