Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 281
BÚNAÐARRIT.
277
til að vinna á mjólkurbúum, sumt við garðyrkju, og
sumt við algenga sveitavinnu. Mestum hluta fólksins, er
leitað hefir til skrifstofunnar, er útveguð vinna i verk-
smiðjum, við smíðar, húsagerð og fleira.
Landsbúnaðarfélagið hefir, bæði í fyrra og í ár, gert
tilraun með ráðningaskrifstofu. Var hún auglýst og
ætluð eingöngu til þess, að útvega fólk í sveit til alls-
konar vinnu þar. Hún byrjaði 1906, 1. janúar, og starf-
aði til maímánaðarloka. í ár starfaði skrifstofan frá
1. febr. til 15. maí. — Því miður var ráðningaskrif-
stofan lítið notuð, einkum af vinnuþiggjendum. Beiðn-
irnar um útvegun á verkafólki urðu mikið fleiri. Þeir,
sem föluðust eftir vinnu, voru als 21, karlar og konur,
þar af voru ráðnir til ýmsrar sveitarvinnu 19; en beðið
var um, að útvega af verkafólki 150 ails. í ár voru
beiðnirnar um útvegun á verkafólki færri en í fyrra,
eða alls 56. Hinir, sem föluðust eftir vinnu, urðu 22,
þar af voru ráðnir 16, karlar og konur, en nokkrir
tóku aftur beiðnir sínar og róðu sig sjálfir eða hættu
við að fara í sveit. — Þetta, hvað heir voru miklu færri
í ár en í fyrra, er leituðu til skrifstoíunnar um útvegun
á verkafólki, stafar vafalaust meðfram af þvi tvennu,
hvað illa gekk að fullnægja beiðnum manna í þessu
efni síðastliðið ár, og svo hinu, að í vor sem leið
virtist hægra að ná í kaupafólk, að minsta kosti
hér sunnanlands, en 2-—3 vor þar áður. Hitt hefir
reynslan sýnt, sem reyndar lá í augum uppi, að eftir-
spurn eftir verkafólki er miklu meiii en hægt er að
fullnægja, og að alstaðar vantar fölk tíl að vinna.
Fólksskorturinn hefir að vísu komið miklu þyngra niður
á landbúnaðinum en öðrum atvinnugreinum, sem stafar
af því, að fjöldi manna hefir leitað sér atvinnu á þil-
skipum og við sjóróðra á fjörðunum kringum landið í
þeirri völtu von, að þeir mundu með því bera meira úr
býtum og njóta meira frjálsræðis, heldur en gefa sig í
vfnnu hjá bændum upp 1 sveit.