Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 33
BÚNAÐARRIT
29
framt dregið af lykt og útliti smjörsins. — En annars get-
ur þessi galli stafað af því, að óhreinlega heflr verið far-
ið með mjólkina, eða rjóminn látinn í riðgaða fötu. Einn-
ig gótur þetta verið að kenna ófullkominni og daufri
sýringu, illu lofti í skálanum o. s. fiv.
Þá er annar galli, er smjöréeljendurnir tala um, sá,
að smjörið er beizkt („bittert") og viðbrent („branket").
Þessir gallar stafa oft af því, að í mjólkina eða smjörið
hafa komist gerlar, er framleiða beizkt bragð og viðbrent.
Það getur og komið af því, að sýringin hafl verið í ólagi,
og að sýringarmjólkin hafl verið hituð ógætilega og eigi
hrært nógu vel i henni meðan hún var að hitna. Loft-
ið í rjómaskálanum getur og valdið nokkru um þetta
bragð.
Ennfremur er minst á, að smjörið sé blettótt („skjold-
et“) og er þar fremur eða eins mikið átt við bragðið
sem útlitið. Þessi galii stafar oft af því, að smjörið
rnilli þess semþaðer hnoðaðheflr eigi verið kælt, hæfilega. Það
getur og stafað af þvi, að áfir séu í smjörinu, en það
er aftur að kenna þvi, að smjö.iið hefir ekki verið hnoð-
að nógu vel, eða þá að smjörið hefir strokkast of mikið,
og áfirnar þar af leiðandi ekki náðst úr því.
Minnst er stundum á, að smjörið sé smitað („fedt-
et“). Þessi galli stafar oftastnær af því, að strokkurinn
hefir verið of heitur meðan verið var að strokka, og
strokkunin þar a.f leiðandi. gengið ef til vill fijótai' en
hæfilegt þykir.
Þá er talað um, að smjörið sé óhreint (,,urent“), og
er þar átt við, að það liafi ekki það rétta bragð. Þessum
gaila er þann veg háttað, að eigi er gott að segja ákveð-
ið af hverju hann kemur. Tíðast mun hann þó stafa
frá mjólkurmeðferðinni, að mjólkin hafi ekki veiið kæid
rækilega eða rjóminn hafi verið geymdur þar, sem hann kóln-
aði seint og illa. Ýmislegt fleira getur og valdið þessu
bragði, en það er oflangt mál að fara ítarlegra ut í það.
Loks skal eg nefna fiskbragðið, sam smjörseljend-