Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 34
30
BÚNAÐARRIT
urnir minnast oft á. Þetta bragð minnir mann á flsk,
en þó er eigi þar með sagt, að bragðið stafl af því, að
smjörið hafl komið nærri fiski. Oftast nær mun bragð-
ið koma af slæmri og ófullnægjandi sýringu. Það getur
einnig átt rót sína að rekja til mjólkurmeðferðarinnar,
og að rjóminn hafi • staðið í riðguðum fötum. —
En af hverju svo sem bragðið kemur, þá ei' það afar
hvumleitt, og versnar eftir því sem smjörið verður eldra,
og getur enda magnast svo, að smjörið þyki óótandi.
Um flesta þessa galla er það að segja, að þeirra
gætir minnafyrst eftir að smjörið er búið t.il, en svo koma
þeir meira og meira i Ijós eftir því sem það verður eldra,
og einkum og sórílagi þá, er smjörið er geymt í mollu-
lofti og saggafuilu-rúmi.
Það er og afar þýðingarmikið fyrir gæði smjörsins,
að vel fari um það á leiðinni héðan og til Englands, og
að það sé sem styztan tíma á þeirri ieið. Smjör, sem
hefir verið geýmt í íshúsi, lengri eða skemri tíma — og
um annað getur ekki verið að ræða en að geyma það
þar — þolir ekki geymslu í hiýju og röku rúmi meir en
2 — 3 daga, svo að það ekki skemmist. Pyrir því er svo
áríðandi, að smjörið sé haft þar í skipinu, er vel fer um
það, og að skipið hafl fijóta ferð. í raun og veru er
ótækt og illgjörlegt að flytja smjör út í skipum sem
ekki hafa kælinim. Og það er min skoðun, að verstu
og stærstu gallarnir á smjörinu, sem kvartað heflr verið
yfir síðust.u árin, hafl að mikiu leyti magnast við geymslu
smjörsins áðureu það kom í íshúsið, og við það, að misjafn■
légahefir farið umþað áleiðinni út. Þettanær ekki, sem
gefur að skilja til þess smjörs, er flutt hefir verið með
„Botniaj enda hefir það komið áþreifanlega í ijós, að
það hefir langminst verið kvartað yfir göllum á því
um leið og það hefir einnig selst betur að jafnaði en
annað smjör héðan.
Það er því ofureðlilogt þó „Smjörbúasambandið"
hafi hvað eftir annað farið þess á leit að fengið væri