Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 279
BÚNAÐARRIT.
275
kvæmdinni eða holl fyrir þjóðina til frambúðar. En ef
um slíkt væri að ræða á annað borð, þá kynni það að
vera helzt á þann veg, að fá útlenda verkamenn til
vegagerðar eða annarar vinnu, sem unnin er fyrir fé
hins almenna og undir umsjón þess, eins og gjört var
þegar síminn norður og austur um land var lagður;
með þvi móti sparaðist innlendur vinnukraftur, er vænt-
anlega kæmi þá að einhverju leyti sveitunum að notum.
Þá hafa sumir minst á það, að fá hingað íslend-
inga frá Vesturheimi til þess að bæta úr fóiksskortinum,
en litla von hef eg um, að það yrði að verulegu gagni.
— Líklegt þætti mér, að ýmsir, sem farið hafa vest-
ur, yrðu fúsir til að hverfa heim aftur, ef þeim væri
hjálpað til þess, eða styrktir til heimfararinnar. En það
er hætt við, a,ð lítlð væri unnið með því, eins og bent
hefir verið á af ýmsum, er ritað hafa um þetta mál.
Þeir mundu reynast misjafnlega þessir menn og vilja
eðlilega ráða sér sjálfir er hingað kæmi; en afleiðingin
af því yrði óefað sú, að flestir þeirra mundu setjast að
við sjóinn og í kaupstöðum, og sveitabændur verða
mannlausir jafnt eftir- sem áður.
2. Ráðningaskrifstofur verkafólks eru eitt af þeim
ráðstöfunum, er gerðar hafa verið bæði fyr og síðar til
þess að útvega atvinnu handa atvinnuiausu fólki, og um
ieið tii að bæta úr verkafólksskorti annarsstaðar. Ráðn-
ingaskrifstofuhugmyndin, og tilraunir þar að lútandi, eru
jafn gamlar öldinni sem leið. Það er sagt, að Napoleon
I. hafi unnið að því að koma á fót ráðningaskrifsofu
um 1803, en haldið er, að hann muni hafa gert það
tii þess, að útvega hermenn handa sjálfum sér. Um
1816 og 1838 er getið um ráðningaskrifstofur, bæði á
Frakklandi og Þýzkalandi. Nú eru þær komnar á fót í
flestum stærri bæjum Norðurálfunnar. í Noregi eru t.
d. ráðningaskrifstofur, eftir því sem mér er kunnugt, í
Kristjaníu, Björgvin, Stafangri og Þrándheimi.
Flestar þessar ráðningaskrifstofur ráða fólk, karl-