Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 282
278
BÚNAÐARRIT.
En annars verða þessar ráðningaskrifstofur ekki að
tilætluðum notum meðan fólksskorturinn er jafn tilfinn-
anlegur eins og hann er nú, suma tíma ársins. —- Þegar
fólkið fer að safnast mjög á vissa staði, svo sem í bæi
og kaupstaði, og hættir að geta sjálft útvegað sér vinnu,
þá fara ráðningaskrifstofur að gera gagn. Þá verða
þær nauðsynlegur milliliður milli þeirra, er á ýmsum
stöðum og ýmsum tímum þurfa verkafólks með, og hinna,
er óska eftir að geta fengið vinnu, en fá hana ekki
nærri sér og vita ekki hvar hennar er að leita. En
meðan eftirspurnin eftir fólki er jafn mikil og jafn al-
menn, sem nú á sér stað, þá er engin knýjandi ástæða
fyrir verkafólk, sem annars þarf að leita sér atvinnu
að snúa sér til ráðningaskrifstofu, því alstaðar býðst
næg vinna og hátt kaup.
3. Húsmenn eða hjáleigubúslcapur er að áliti
margra merkra manna eina úrræðið til þess að bæta
úr verkafólksskortinum í sveitunum. ■—• Það, sem hér er
skilið við húsmenn eða hjáleigubúskap, er eins og nöfn-
in benda til sjálfsmenska í sveit með stærri eða minni
jarðarbletti, er nemi alt að 1 hndr. á landsvísu, til yrk-
ingar og afnota. Hitt fer eftir stærð landsins, sem sjáifs-
mensku-ábúðinni fylgir, og ræktun þess, hvort skepnur
verða hafðar á því og hvað margar. En gjört er ráð
fyrir, að þeir, sem sitja á þessum smá-ábúðum eða hjá-
leigum, geti, án þess að skaða sína eigin ábúð, unnið
að meira eður minna leyti hjá öðrum og þá fyrst og
fremst hjá þeim, sem eru eigendur landsins eðe lóðar-
innar. Að öðru leyti er ætlast til, að þessir hjáleigu-
bændur vinni hjá bændum í nágrenninu að svo miklu
leyti, sem þeir eigi þurfa að sinna sínum eigin verkum.
Um kaupgjaldið fer eftir þvf, er um semst og vanalegt
er að borga á þeim og þeim tíma. — Þetta er í stuttu
máli hugmyndin, er liggur til grundvallar fyrir þeirri
skoðun, að húsmenn eða hjáleigu-búskapur í sveitunum
geti orðið til þess að bæta úr verkafólksskorti bænda.