Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 303
BÚNAÐARRIT.
299
«ins í þeim löndum, sem næst eru oss, og þar sem
menn hafa einhverja hugmynd um að Island sé til, en
það hafa menn eigi suður um Norðurálfuna. En sam-
vinnufélagsskapur breiðist mjög út um lönd; er t. a. m.
nú á síðustu árum unnið allmikið að því í Ungarn og
á Ítalíu, að koma þar á samvinnufélagsskap meðal manna,
einkum bænda. Samvinnufélagsskapur íslenzkra bænda
vekur því nokkra eftirtekt á íslandi, og sjálflr afla bænd-
ur sér „fjár og frama“ með samvinnu sinni. Er það
eigi minna vert en á sögu-öidinni, er ýmsir hinir helztu
bændur og bændasynir fóru til annara landa og réðust
þar í víking, til þess að afla sór fjár og frama. Það
þótti fræg atvinna. En svo var henni íarið, að hún var
full ójafnaðar og rangsleitni, sem kom venjulega niður
á saklausum mönnum. Auk þess gátu einungis ein-
staka íslendingar í fornöld hlotið fé og frama af víking,
en af samvinnufélagsskap geta þeir allir, bæði sjómenn
og sveitamenn, hlotið „fé og frama“. Allir geta tek-
ið þátt í samvinnufélagsskap, ef viljann vantar eigi, og
hann sýnir engum ójöfnuð og rangsleitni, því að hann
er boðberi réttlætis og sanngirni, og veitir hverjum
manni, fátækum sem ríkum, laun eftir verðleikum, án
þess að beita ójöfnuði við aðra.
Á meðan þetta er nýjung, er í raun róttri eigi erfitt
að koma greinum um það í útlend blöð, en það er eigi
heldur nóg. Daglega fiytjablöðin greinar um aðrar nýj-
ungar og þetta gleymist fljótt. Þó muna einstaka menn,
sem ætla sór að eiga viðskifti við sláturhúsin, eftir
þeim. En það, sem mest á ríður, er að alt fari vel
úr hendi hjá íslendingum og að þeir með kappi og
dug haldi áfram þessu verki, sem þeir hafa byrjað svo
vel. Þeir verða að bindast félagsskap og koma
á fót hjá sér nokkrum samvinnufélögum til
þess að reisa smá sauðfjársláturhús, þar sem
þörf er á þeim. Lög Sláturfélags Suðurlands
geta þeir fengið hjá því fólagi og haft til fyrirmyndar.