Hugur - 01.01.1992, Síða 6

Hugur - 01.01.1992, Síða 6
INNGANGUR RITSTJÓRA Þá kemur Hugur fyrir sjónir lesenda í fjórða sinn, á réttu útgáfuári og óskattlagður. Efnið er mjög fjölbreytt en þemað þó skýrt. Að þessu sinni birtast tvö viðtöl í tímaritinu; annað var tekið í tilefni af komu Matthew Lipmans til Islands en hitt, við Sir Karl Popper, er eldra og viðameira. Það má kannski deila um það hvort viðtöl eigi yfir höfuð erindi í Hug, en eins og mörgu öðru efni sem þangað ratar er þeim ætlað að vekja áhuga lesenda og hvetja þá til að kynna sér höfundana og verk þeirra mun betur en nokkur kostur væri að gera í tímariti. Við megum ekki gleyma því að Hugur er tímarit Félags áhugamanna um heimspeki og á því að þjóna öðrum þræði því markmiði félagsins að vekja áhuga á heimspeki og vera vett- vangur fyrir umræður um hana. Fylgir því sú ósk að fleiri leggi hönd á lyklaborð og leggi tímaritinu til efni. Slíkt framlag getur verið með ýmsu móti: Sendibréf eins og það sem Kristján Kristjánsson sendi ritstjóra og lesendum; greinar með hefðbundnu sniði eða umfjöllun um bækur sem vekja áhuga manna, innlendar sem erlendar. Til að glæða þennan áhuga höfum við Gunnar Harðarson tekið saman stutt yfirlit yfir það helsta sem gefið hefur verið út af heimspekilegu efni síðustu árin. Við höfum örugglega gleymt ýmsu og biðjum við lesendur að virða okkur það til vorkunnar og senda okkur upplýsingar um það sem í yfirlitið vantar.— Formaður félagsins hefur raunar verið mér stoð og stytta við þessa útgáfu, bæði hvað varðar efnisval og yfirlestur, og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Þema þessa heftis er heimspekikennsla á grunn- og framhalds- skólastigi, en s.l. sumar var haldin áhugaverð ráðstefna um það efni á vegum félagsins og Heimspekiskólans. Þetta er efni sem eðlilega brennur mjög á þeim sem lagt hafa sund á heimspekinám, hér heima og erlendis, en einnig hinum sem vilja sjá veg heimspekilegs hugsun- arháttar sem mestan. Raunar má segja að vegur, virðing og vett- vangur heimspekilegrar orðræðu hafi tekið stakkaskiptum á síðustu tveimur áratugum, eða frá því að formleg kennsla í heimspeki var tekin upp við Háskóla íslands. En þótt yel hafi tekist til með fyrstu skrefin á þeirri braut að skapa íslenska heimspekihefð, er enn langur vegur framundan og margt sem þarf að þýða, rita og rökræða. Það er von mín að Hugur haldi áfram að vera verðugt faratæki á þeirri skemmtilegu leið sem fyrir höndum er. Agúst Hjörtur Ingþórsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.