Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 9

Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 9
HUGUR Sendibréfum frelsi 7 innbyggt í sjálf hugtökin sem við beitum og verður ekki af þeim skafið. Þannig höfum við þegar hafist handa að svara spurningunni um hvort aðila A eigi að vera frjálst að gera x með því að nota sjálft frelsishugtakið, þ.e.a.s.: Við höfum flutt réttlætingarbyrðina yfir á þann sem vill skerða frelsið. En að þessu kem ég betur síðar. Áður en lengra er haldið vil ég einnig fá að nefna að til eru mörg frelsishugtök. Hugtakið sem ég hef fengist við er það sem kalla mætti félagslegt eða pólitískt frelsi: frelsi einstaklingsins gagnvart öðrum í samfélaginu til að framkvæma einhverja athöfn. Þetta er í sjálfu sér mjög algengt frelsishugtak og kannski það sem okkur er munntamast í hversdagslegri umræðu. En vitaskuld eru til önnur frelsishugtök sem ég hef látið kyrr liggja, s.s. frelsi viljans. Ég sting þannig undir stól hinni djúpu og fornu spumingu um sjálfræði mannsins í lögbundnum heimi; gef mér einfaldlega að við séum í einhverjum skilningi frjáls að ákvörðunum okkar þrátt fyrir löggengi efnisheimsins. Nú, síðan gætirðu sagt, Ágúst, þegar þú ferð úr þykku lopapeysunni þinni eftir kaldsaman veiðitúr að þér finnist þú afar „frjáls" að vera laus úr þessari flík — en það er frelsi í enn öðrum skilningi sem ég hef ekkert skipt mér af; kannski einhvers konar yfirfærð merking eða líkingamál. II. Er vit í merkingargreiningu? Segja verður hverja sögu eins og hún gengur; og því er ekki að leyna að ýmsir eru tortryggnir gagnvart slíkri merkingargreiningu siðferðis- hugtaka sem ég hef stundað. Það er raunar ekki að ófyrirsynju því að heimspekingar hafa oft farið að við hugtakagreiningu eins og stiga- maðurinn frægi Prókrústes. Sá átti tvö rúm, annað langt en hitt stutt, og fyrirkom óvinum sínum með þeim hætti að hann lagði þá lágvöxnu í langa rúmið og strekkti á þeim en þá hávöxnu í hið stutta og hjó af þá líkamsparta sem útaf stóðu. Á sama hátt hafa heimspekingar oft skilgreint hugtök í ljósi einhverrar allt-umlykjandi gcelukenningar sinnar og þá aldrei hirt um hvort skilgreiningamar kæmu heim og saman við hversdagslegan skilning orðanna. En það er alltaf mjög tortryggilegt þegar því er haldið fram að enginn hafi skilið fram að þessu hvað t.d. „frelsi" merki; samkvæmt hinni sönnu allsherjar- kenningu sé það í raun þetta eða hitt — sem hvergi kemur svo í námunda við orðanotkun múgamannsins. Síðan höfunt við aftur öfgakenningu í hina áttina: svokallaða heimspeki hversdagsmáls er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.