Hugur - 01.01.1992, Page 13
HUGUR
Sendibréf um frelsi
11
haldið fram, t.d. Nozick, er að B skerði þá og því aðeins frelsi A að
hann brjóti rétt á A.9 Báðar þessar kenningar stangast hins vegar
alvarlega á við daglega málnotkun — og að mér sýnist öldungis að
ástæðulausu. Ef við lítum fyrst á þá síðari, réttindakenningu frjáls-
hyggjumannanna, þá felur hún m.a. í sér að fangavörður sem lokar
glæpamann inni í klefa sé ekki að skerða frelsi hans, svo fremi að
fanginn hafi hlotið réttlátan dóm. En hvaða ástæða er til að þrengja
frelsishugtakið á þennan hátt? Því ekki að segja að vitaskuld skerði
fangavörðurinn frelsi fangans en að í þessu tilviki sé það réttlætan-
legt?
Ætlunarkenningin er ekki eins auðhrakin. Hún skýrir t.d. vel
muninn á hindrunum sem verða til fyrir algjöra slysni (hindrunum
sem einvörðungu skerða getu manna) og hinum sem vísvitandi hefur
verið stefnt gegn frelsi þeirra. Við getum tekið dæmi af manni sem er
að labba um að vorlagi í fjallshlíð og rekur óvart fótinn í stóran stein.
Steinninn mjakast ögn til og vegna þess gerist það svo í asahláku um
haustið að hann fellur niður hlíðina og fyrir munnann á helli sem
gangnamenn hafa látið fyrirberast í. Auðvitað væri fáránlegt að halda
því fram að göngumaðurinn hafi um vorið skert frelsi gangna-
mannanna til að komast út. Þetta skýrir ætlunarkenningin vel. Hins
vegar er ljóður hennar sá að geta ekki gert grein fyrir — sem frelsis-
skerðingum — hindrunum er skapast vegna vanrækslusynda eða
gáleysis, né því hvemig hindrun sem B hefur ekki upphaflega átt þátt í
að skapa getur skert frelsi A. Tökum dæmi: Einn gangnamannanna
leikur sér að því að losa um stóran stein fyrir ofan hellismunnann. Það
er ekki ásetningur hans að loka félaga sína inni en hann ætti að vita að
með þessu háttalagi gæti steinninn auðveldlega oltið og lokað
munnanum. Segjum að það gerist. Þá væri það furðu óburðug afsökun
hjá honum að kalla inn til félaga sinna og segja: „Ykkur er frjálst að
koma út þótt þið getið það ekki. Ég ætlaði ekki að skerða frelsi ykkar
og því emð þið ekki ófrjálsir." Eða hugsum okkur að steinninn falli án
milligöngu nokkurs og loki gangnamennina inni. Aðvífandi maður
kemur þar að og getur auðveldlega losað steininn en lætur það eiga
sig. Ég hygg að við hlytum að segja að hann skerði frelsi gangna-
mannanna til að komast út. Þetta getur ætlunarkenningin ekki heldur
9 Sjá t.d. Nozick, R., Anarchy, State, and Utopia (Oxford: Basil Blackwell, 1971),
bls. 262-264.