Hugur - 01.01.1992, Side 16

Hugur - 01.01.1992, Side 16
14 Kristján Krístjánsson HUGUR hægt sé að ætlast til að hann sinni. Uppfylli hann kvótann sinn, t.d. með því að liðsinna persónum A og B, beri hann ekjci ábyrgð á hlut- skipti annarra, C, D. o.s.frv., sem einnig eru hjálpar þurfi og hann gæti aðstoðað — enda höfum við öll í svo mörg horn að líta að við komumst aldrei yfir nema brot af þeim verkefnum sem til heilla horfðu. Þetta er sem sagt kenningin; en mér sýnist hún byggjast á samrugli á ábyrgð og sök. Hún kann að nægja til að hrinda ásökunum um hið síðara en ekki hið fyrra: Það kann vel að vera að værum við íslendingar nógu gjafmildir við fólk á Grænhöfðaeyjum þá yrði okkur ekki lagt til lasts þótt við léttum lítt byrðar barnanna sem eru að veslast upp í Eþíópíu, en fráleitt væri að halda því fram að þar með hefðum við firrt okkur allri ábyrgð á hlutskipti sérhvers deyjandi meðbróður sem ekki byggi á tilteknum eyjum í Atlantshafinu. Við megum ekki gleyma því að jafnvel bankagjaldkeri sem lætur af hendi sjóð við ræningja sem ógnar honum með byssu hlýtur að teljast siðlega ábyrgur fyrir ákvörðun sinni þó að fáum þætti hún sjálfsagt ámælisverð. Ábyrgð og sök eru greinilega sitt hvað. í Zsí/j/cs-greininni eyði ég mestu púðri í ábyrgðarkenningu Davids Miller en hann er raunar einn skeleggasti talsmaður þeirrar almennu skilgreiningar á frelsi sem ég hef mælt með.12 Utfærsla Millers er nokkuð flókin og raunar einnig gagnrýni mín en til að einfalda málið ögn má segja að Miller haldi því fram að B skerði frelsi A þegar B ber siðlega ábyrgð á hindruninni sem tálmar A, og síðan að um slíka ábyrgð sé að ræða þegar B hafi borið prima facie siðferðisskylda til að útiloka þessa hindrun. Ábyrgðin er þannig skilgreind út frá skylduhug- takinu. Ég bendi hins vegar á að þetta leysi engan vanda: annaðhvort sé uppástungan innantóm þar sem „prima facie skylda“ sé einfaldlega lögð að jöfnu við það sem við köllum venjulega „ábyrgð" og hafi ekkert skýringargildi — eða þá að skylduhugtakið sé skilgreint á þrengri og hefðbundnari hátt. En í því tilviki sé kenningin augljóslega röng þar sem fangavörður gæti t.d. borið ábyrgð á innilokun fanga þó að honum hafi ekki borið neins konar skylda til að loka hann ekki inni! Mín eigin útgáfa af ábyrgðarkenningunni er sú að telja B bera ábyrgð á hindrun sem vamar A vegar þá og því aðeins að einhver góð og gild ástœða sé fyrir hendi sem skýri hvers vegna B hefði átt að 12 Sjá „Constraints on Freedom".
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.