Hugur - 01.01.1992, Page 16
14
Kristján Krístjánsson
HUGUR
hægt sé að ætlast til að hann sinni. Uppfylli hann kvótann sinn, t.d.
með því að liðsinna persónum A og B, beri hann ekjci ábyrgð á hlut-
skipti annarra, C, D. o.s.frv., sem einnig eru hjálpar þurfi og hann gæti
aðstoðað — enda höfum við öll í svo mörg horn að líta að við
komumst aldrei yfir nema brot af þeim verkefnum sem til heilla
horfðu. Þetta er sem sagt kenningin; en mér sýnist hún byggjast á
samrugli á ábyrgð og sök. Hún kann að nægja til að hrinda ásökunum
um hið síðara en ekki hið fyrra: Það kann vel að vera að værum við
íslendingar nógu gjafmildir við fólk á Grænhöfðaeyjum þá yrði okkur
ekki lagt til lasts þótt við léttum lítt byrðar barnanna sem eru að
veslast upp í Eþíópíu, en fráleitt væri að halda því fram að þar með
hefðum við firrt okkur allri ábyrgð á hlutskipti sérhvers deyjandi
meðbróður sem ekki byggi á tilteknum eyjum í Atlantshafinu. Við
megum ekki gleyma því að jafnvel bankagjaldkeri sem lætur af hendi
sjóð við ræningja sem ógnar honum með byssu hlýtur að teljast
siðlega ábyrgur fyrir ákvörðun sinni þó að fáum þætti hún sjálfsagt
ámælisverð. Ábyrgð og sök eru greinilega sitt hvað.
í Zsí/j/cs-greininni eyði ég mestu púðri í ábyrgðarkenningu Davids
Miller en hann er raunar einn skeleggasti talsmaður þeirrar almennu
skilgreiningar á frelsi sem ég hef mælt með.12 Utfærsla Millers er
nokkuð flókin og raunar einnig gagnrýni mín en til að einfalda málið
ögn má segja að Miller haldi því fram að B skerði frelsi A þegar B ber
siðlega ábyrgð á hindruninni sem tálmar A, og síðan að um slíka
ábyrgð sé að ræða þegar B hafi borið prima facie siðferðisskylda til að
útiloka þessa hindrun. Ábyrgðin er þannig skilgreind út frá skylduhug-
takinu. Ég bendi hins vegar á að þetta leysi engan vanda: annaðhvort
sé uppástungan innantóm þar sem „prima facie skylda“ sé einfaldlega
lögð að jöfnu við það sem við köllum venjulega „ábyrgð" og hafi
ekkert skýringargildi — eða þá að skylduhugtakið sé skilgreint á
þrengri og hefðbundnari hátt. En í því tilviki sé kenningin augljóslega
röng þar sem fangavörður gæti t.d. borið ábyrgð á innilokun fanga þó
að honum hafi ekki borið neins konar skylda til að loka hann ekki
inni!
Mín eigin útgáfa af ábyrgðarkenningunni er sú að telja B bera
ábyrgð á hindrun sem vamar A vegar þá og því aðeins að einhver góð
og gild ástœða sé fyrir hendi sem skýri hvers vegna B hefði átt að
12 Sjá „Constraints on Freedom".