Hugur - 01.01.1992, Side 18

Hugur - 01.01.1992, Side 18
16 Kristján Kristjánsson HUGUR frelsisskerðingu eða valdbeitingu og síðan lýsum við því á siðferði- legan hátt heldur er réttlætingarkvöðin sjálf mælikvarði á hvernig við sjáum og túlkum ástandið: venslin milli A og B. Ef við teljum að B beri ábyrgð á hindruninni sem vamar A vegar þá segjum við að B hafi skert frelsi hans/beitt hann valdi. Öll tunga okkar, öll sýn okkar á veruleikann, er þannig gegnsýrð af siðferðilegu mati. Það er miklu meira en glitskán eða skarnskán utan á hinum bláköldu staðreyndum, eins og ég drap á fyrr í bréfinu. Hinar siðferðilegu staðreyndir eru staðreyndir í nákvæmlega sama skilningi og að það sem ég sit við hér er borð. Spumingin er aðeins sú hvers konar staðreyndum við höfum áhuga á í það og það skiptið, út frá hvaða sjónarhorni við skyggnum veröldina. V. Tilboð og hótanir sem frelsisskerðingar Samkvæmt ábyrgðarkenningunni um frelsi, eins og hún er t.d. sett fram af Miller, þá getur hvaða hindrun sem er skert frelsi okkar, svo fremi að annar aðili beri ábyrgð á henni. Hindrunin þarf ekki að full- nægja neinum lágmarksskilyrðum um „stærð“ eða vægi. Ef hámarks- hraði á einhverri braut er 60 km á klst. þá er okkur ekki frjálst að aka með meiri hraða — hvort sem svo hittist á að lögreglan í þessu umdæmi sé dugleg eða ekki að liggja í leyni og stöðva hraðaksturs- menn. En þar með þykir ýmsum sem ábyrgðarkenningin kunni að vera orðin of rúm. Getur þá ekki t.d. hvaða tilboð eða ósk sem ég læt í ljós við þig skert frelsi þitt, svo fremi að hún valdi þér einhverjum óþægindum? Þetta virðist stangast á við það eðli tilboða að fjölga kostum manns en fækka þeim ekki. Hvernig getur slíkt skert frelsi okkar? Ég reyni að staga í þessa hugsanlegu gloppu ábyrgðarkenningar- innar í grein minni í American Philosophical Quarterly. Lykil- hugmyndin þar er sú að skerpa hindrunarhugtakið. Til þess að eitt- hvað geti talist frelsisskerðing þarf það fyrst að vera hindrun. Að minni hyggju falla tilboðin og óskimar strax á því upphafsprófi svo að það kemur aldrei til þess að spyrja hvort við berum ábyrgð á þeim eða ekki, þ.e. skera úr því hvort þau skerði frelsi okkar. Hvað á ég við? Hugsum okkur að ég sendi stúlku bónorðsbréf. Segjum að henni sé meinilla við að fá bréf yfirleitt; það sé einhver fordild hjá henni sem ég viti af og hafi þess vegna sent henni bréfið til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.