Hugur - 01.01.1992, Page 18
16
Kristján Kristjánsson
HUGUR
frelsisskerðingu eða valdbeitingu og síðan lýsum við því á siðferði-
legan hátt heldur er réttlætingarkvöðin sjálf mælikvarði á hvernig við
sjáum og túlkum ástandið: venslin milli A og B. Ef við teljum að B
beri ábyrgð á hindruninni sem vamar A vegar þá segjum við að B hafi
skert frelsi hans/beitt hann valdi. Öll tunga okkar, öll sýn okkar á
veruleikann, er þannig gegnsýrð af siðferðilegu mati. Það er miklu
meira en glitskán eða skarnskán utan á hinum bláköldu staðreyndum,
eins og ég drap á fyrr í bréfinu. Hinar siðferðilegu staðreyndir eru
staðreyndir í nákvæmlega sama skilningi og að það sem ég sit við hér
er borð. Spumingin er aðeins sú hvers konar staðreyndum við höfum
áhuga á í það og það skiptið, út frá hvaða sjónarhorni við skyggnum
veröldina.
V. Tilboð og hótanir sem frelsisskerðingar
Samkvæmt ábyrgðarkenningunni um frelsi, eins og hún er t.d. sett
fram af Miller, þá getur hvaða hindrun sem er skert frelsi okkar, svo
fremi að annar aðili beri ábyrgð á henni. Hindrunin þarf ekki að full-
nægja neinum lágmarksskilyrðum um „stærð“ eða vægi. Ef hámarks-
hraði á einhverri braut er 60 km á klst. þá er okkur ekki frjálst að aka
með meiri hraða — hvort sem svo hittist á að lögreglan í þessu
umdæmi sé dugleg eða ekki að liggja í leyni og stöðva hraðaksturs-
menn. En þar með þykir ýmsum sem ábyrgðarkenningin kunni að vera
orðin of rúm. Getur þá ekki t.d. hvaða tilboð eða ósk sem ég læt í ljós
við þig skert frelsi þitt, svo fremi að hún valdi þér einhverjum
óþægindum? Þetta virðist stangast á við það eðli tilboða að fjölga
kostum manns en fækka þeim ekki. Hvernig getur slíkt skert frelsi
okkar?
Ég reyni að staga í þessa hugsanlegu gloppu ábyrgðarkenningar-
innar í grein minni í American Philosophical Quarterly. Lykil-
hugmyndin þar er sú að skerpa hindrunarhugtakið. Til þess að eitt-
hvað geti talist frelsisskerðing þarf það fyrst að vera hindrun. Að
minni hyggju falla tilboðin og óskimar strax á því upphafsprófi svo að
það kemur aldrei til þess að spyrja hvort við berum ábyrgð á þeim eða
ekki, þ.e. skera úr því hvort þau skerði frelsi okkar.
Hvað á ég við? Hugsum okkur að ég sendi stúlku bónorðsbréf.
Segjum að henni sé meinilla við að fá bréf yfirleitt; það sé einhver
fordild hjá henni sem ég viti af og hafi þess vegna sent henni bréfið til