Hugur - 01.01.1992, Side 22

Hugur - 01.01.1992, Side 22
20 Bryan Magee HUGUR Popper fór frá Vínarborg árið 1937 og var styrjaldarárin á Nýja Sjálandi. Þar skrifaði hann, á ensku, tveggja binda verk sem gerði hann fyrst verulega frœgan meðal enskumœlandi fólks, The Open Society and its Enemies (Opna þjóðfélagið og óvinir þess). Það er stórbrotin og kröftuglega rökrœdd framsetning á málstað lýðrœðisins °8 8e8n alrœðinu — og einnig gegn helstu heimspekilegum andstœðingum lýðræðisins, einkum Platóni og Marx. Minni bók, The Povetry of Historicism (Örbirgð söguhyggjunnar), sem fjallar um aðferðir frœðilegra félagsvísinda, var upphaflega gefin út sem greinarflokkur um leið og Opna þjóðfélagið og má líta á þessar tvcer bœkur sem samstœður. Á sama hátt má líta á ritið Conjectures and Refutations (Tilgátur og afsannanir) sem samstœðu með hinni frjóu frumsmíð, Rökfræði vísindalegrar rannsóknar. Síðan 1945 hefur Popper verið breskur þegn og starfað við Hagfrœðiskóla Lundúna (London School of Economics), þar sem hann lét nýlega af störfum sem prófessor í rökfrœði og vísindalegri aðferðafrœði. andstæðingur og óvæginn gagnrýnandi þessarar kreddu rökspekinga og sýndi fram á að merkingarleysiskvarði þeirra fengi ekki staðist þó ekki væri nema vegna þess að hann gerði sjálfa kenninguna merkingarlausa eða útrýmdi henni, og þar að auki leiddi hann einungis til innantóms orðaskaks, skólaspeki. Á Popper heiðurinn af því að vera höfuðbani þessarar kenningar af stórasannleiksætt. — Sem vísinda- heimspekingur mun Popper þekktastur fyrir kenningu sína um aðferð til að afmarka raunvísindin, þ.e. mælikvarða sem hann telur að hægt sé að nota til að draga markalínu milli raunvísinda og ekki-raunvísinda — án þess að halda því fram að öll önnur orðræða en raunvísindaleg orðræða sé bull! Er hér á ferðinni hinn frægi (eða alræmdi!) afmörkunar- eða afsannanleikakvarði Poppers. Það er hugmyndin um „prófanleika, eða afsannanleika, sem mælikvarða á vísindalegt einkenni kenningar" eins og Popper kemst að orði í samtalinu. — Einn höfuðkostur Poppers sem heimspekings er sá hversu skýr hann er í framsetningu. Hann felur ekki loðna og óljósa hugsun á bak við tvírætt eða margrætt orðalag. Hann gerir sér far um að setja skoðanir sínar þannig fram að unnt sé að koma höggi á þær, þ.e. gagnrýna þær. Og rökfærslan er frábær. Tel ég hann mesta rökfærslumeistara í heimspeki sem ég hef komist í kynni við. Heimspekilega afstöðu sína hefur Popper nefnt gagnrýna rökhyggju (critical rationalism). En nafngiftir út af fyrir sig skipta ekki máli að hans dómi. — Bestu kynningu á þekkingarfræði Poppers og þróunar- hyggju er að finna í Ohjective Knowledge, en besta inngang að hugsun hans almennt og yfirleitt tel ég vera að fá í ritinu Conjectures and RefutationslTilgátur og afsannanir (London: Routledge & Kegan Paul, 1963). — Til skýringar á því að Magee ávarpar hann Sir skal þess getið að Bretadrottning hefur heiðrað hann með þeirri nafnbót. Popper varð níræður á þessu ári, 1992. [Þýð.]
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.