Hugur - 01.01.1992, Page 65
HUGUR 5. ÁR, 1992 ,
s. 63-71
Atli Harðarson
Heimspekikennsla í framhalds-
skólum, möguleikar og markmið*
1. HLUTl: Heimspekikennsla skólaárið 1991-1992
Á þessu skólaári munu 22 framhaldsskólar útskrifa stúdenta. Þar af er
heimspeki af einhverju tagi kennd við 13. Við einhverja skóla í viðbót
hefur heimspeki verið kennd af og til þó svo sé ekki nú og við
einhverja skóla fléttast heimspeki inn í hugmyndasögukennslu.
Heimspekin við þessa 13 skóla er mismikil. Við 6 þeirra er aðeins
einn hópur í heimspekitímum. Þessir 6 skólar eru Fjölbrautaskólinn á
Sauðárkróki, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Kvennaskólinn, Mennta-
skólinn á Egilsstöðum, Menntaskólinn á ísafirði og Menntaskólinn að
Laugarvatni. Við þessa skóla er námsefni í heimspeki breytilegt frá ári
til árs og við suma þeirra hefur heimspeki aðeins verið kennd við og
við undanfarin ár.
Við hina sjö skólana er heimspekikennslan meiri og í fastari
skorðum. Við 6 þeirra er einhvers konar heimspeki skylda á að
minnsta kosti einni námsbraut. Þessir sex skólar eru: Fjölbrauta-
skólinn við Ármúla, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn við
Hamrahlíð, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Sund og
Verkmenntaskólinn á Akrureyri. Sjöundi skólinn er svo Fjölbrauta-
skólinn í Breiðholti — þar taka flest stúdentsefni einn áfanga í
heimspeki.
Menntaskólinn á Akureyri sker sig nokkuð úr. Hann er eini skólinn
þar sem hópi nemenda er gert að taka tvo áfanga í heimspeki. En á
félagsfræðibraulinni þar taka nemendur bæði áfanga í rökfræði og í
heimspekisögu auk þess sem um helmingur þeirra velur þriðja
heimspekiáfangann sem fjallar unt siðfræði. Nokkur hluti MA
stúdenta ætti því að vera allvel að sér í heimspekilegum fræðum.
*
Erindi flutt á ráðstefnu um hcimspekikennslu á grunn- og framhaldsskólastigi 26.
apríl 1992