Hugur - 01.01.1992, Page 69

Hugur - 01.01.1992, Page 69
HUGUR Heimspekikennsla íframhaldsskólum 67 * Ef allir hlutir eiga sér orsök ráða menn þá nokkru um hvemig þeir eru og hvað þeir aðhafast? Eg held ég reyni ekki frekar að svara því hvers vegna heim- spekikennarar í framhaldsskólum leggja svona mikla áherslu á siðfræði en snúi mér heldur að þriðju spumingunni: Hvers vegna flétta menn hugmyndasögu svona mikið inn í heimspekikennsluna? Fyrir þessu eru trúlega nokkrar ástæður. Ein held ég þó að vegi þyngst. Hún er að meginmarkmiðið sem heimspekikennarar setja sér er að upplýsa nemendur um samhengið í hugmyndasögunni og hvernig lífsviðhorf og gildismat okkar hefur mótast. Af samræðum við heimspekikennara er mér þó ljóst að fæstir þeirra orða markmið kennslunnar svona. Samt virðast þeir margir ganga að því sem vísu að heimspekin sé til þess að varpa ljósi á þróunarsögu hugmyndanna: hún sé því eins konar þjónn sagnfræðinnar. Vera má að hjá sumum búi að baki einhver hegelskur skilningur á sambandi heimspeki og sögu. Um það þori ég ekki að fullyrða. Önnur ástæða fyrir því hvemig heimspekikennslu er fléttað saman við söguna kann að vera sú að þótt kennarinn viti ekki svör við áhugaverðustu gátum heimspekinnar þá veit hann gjarna ýmislegt um sögu þeirra og hvað frægir menn á fyrri tíð hafa haldið vera rétt svör. Það samrýmist betur hefðbundnu skólastarfi að kennarinn viti svörin. 2. HLUTI: Markmið Þegar ég var að viða að mér efni í þetta erindi hringdi ég í eina 12 heimspekikennara. Ég spjallaði góða stund við suma þeirra. Af þessum samræðum fékk ég það á tilfinninguna að þeir væru flestir í nokkrum vafa um hvaða markmiðum kennslan ætti að þjóna. Þetta er kannski von því það er erfitt að setja heimspekikennslu markmið, og svara því hvað sá sem hefur lært heimspeki á að kunna, geta eða vita, nema hafa fyrst einhverja hugmynd um livað heimspeki er. Og þótt við séum að fást við heimspeki eigum við trúlega flest í mesta basli með að útskýra hvað heimspeki er og hvað heimspekingar skulu kunna, geta eða vita. Hins vegar höfum við þokkalega skýra hugmynd um hvað heimspekisaga er og vitum nokkurn veginn hvernig hægt er að prófa hve vel nemendur hafa tileinkað sér þau fræði. Þetta er ef til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.