Hugur - 01.01.1992, Síða 70

Hugur - 01.01.1992, Síða 70
68 Atli Harðarson HUGUR vill ein ástæða þess að menn hneigjast til að kenna fremur heimspekisögu en eiginlega heimspeki. En hvaða markmið ætti að setja heimspekikennslu? Til að svara þessu verð ég víst að reyna að segja eitthvað gáfulegt um hvað heim- speki er. Þetta er erfitt að gera í stuttu máli því hún er ekki eitt heldur margt. Einum þræði er heimspeki sú list að komast að kjama hvers máls, greina um hvaða grundavallaratriði er tekist á þegar menn deila eða eru ósammála. í samræmi við þetta má setja heimspekikennslu það markmið að þjálfa nemendur í þessari list. Þetta má ef til vill gera með því að láta þá lesa ritdeilur, eða kafla eftir tvo höfunda sem hafa ólíkar skoðanir á sama efni, og spreyta sig á að orða ágreininginn í sem allra stystu máli. Heimspekin er líka sú list að leita uppi mótsagnir og þverbresti í sínum eigin hugmyndum og leiðrétta þær. í samræmi við þetta má keppa að því að benda nemendum á, eða hjálpa þeim að finna, mót- sagnir í eigin hugarheimi og láta þá takast á við þær. Heimspeki er ennfremur sú list að rökstyðja mál sitt og þekkja gild rök frá ógildum. Eitt markmið sem má setja heimspekikennslu er því að auka rökfimi nemenda. Þetta hlýtur raunar að gerast um leið og þeir glíma við mótsagnir eða greiða sundur flóknar deilur. Heimspeki er enn fleira en þetta. Hún er meðal annars viðleitni til að skilja hinstu rök tilverunnar og sjá muninn á skynsamlegum skoðunum um slík efni annars vegar og hjátrú eða fordómum hins vegar. Markmið heimspekikennslu getur því verið að fá nemendur til að velta eilífðarmálunum fyrir sér og ræða þau í sinn hóp. Þetta síðasta markmið er kannski meira spennandi en hin. Helsti „gallinn“ við það er sá að það er erfitt að gefa einkunn í áfanga þar sem markmiðið er að menn velti þessu eða hinu fyrir sér en ekki að þeir kunni fyrirfram ákveðin svör. En einkunnagjöfin á nú ekki að vera aðalatriði í skólastarfi og ef við viljum kenna eitthvað og trúum því að það sé þroskandi og uppbyggilegt fyrir nemendur þá skulum við ekki hætta við vegna þess eins að erfitt sé að mœla árangurinn. Þessi upptalning mín er langt frá því að vera tæmandi. Heimspeki er ennþá fleira. Hún er ekki aðeins fræði heldur líka dyggð, sú dyggð að þora að efast jafnvel um grundvallar„sannindi“. Kannski ættum við að leggja allt kapp á að innræta nemendum okkar þessa dyggð og setja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.