Hugur - 01.01.1992, Page 71
HUGUR
Heimspekikennsla íframhaldsskólum
69
kennslunni það markmið að eftir önnina efist þeir um sem flest af því
sem hinir kennaramir hafa troðið í kollinn á þeim.
Ef skólarnir eiga að berjast gegn heimsku mannanna er ef til vill
miklu meiri þörf á að kenna þeim að efast heldur en að innræta þeim
meiri fróðleik og speki. Flestir framhaldsskólanemendur, að minnsta
kosti þeir sem ég hef kynnst í heimspekitímum, eru uppfullir af
fróðleik. Sú heimska sem helst plagar þá er hvorki fáviska né
heimóttaskapur heldur skapgerðarheimska, sem birtist ýmist í líki
yfirborðsmennsku, hroka eða sinnuleysis, og ekkert bítur á nema ef
vera skyldu efasemdir.
En það er með efann eins og umræðuna: það er erfitt að semja próf
sem mælir árangur nemenda.
*
Heimspekikennsla í framhaldsskólum hefur aukist ár frá ári. Víðast
er þessi kennsla þó enn í fremur Iausum skorðum og kennarar flestir í
vafa um hvernig best sé að haga henni. Eigi heimspekikennsla að
öðlast fastan sess í framhaldsskólum þá verður að setja henni skýr
markmið. Þegar það hefur verið gert og ekki fyrr er hægt að velta því
fyrir sér hvort hún eigi frekar að vera fyrir nemendur á félagsfræði-
braut eða nemendur á málabraut; hvort kenna eigi bækur Platóns eða
eitthvað annað; hvort prófa skuli nemendur í hugmyndasögu og rit-
skýringu eða hvort það eigi ef til vill að sleppa öllum prófum.
Hér hef ég velt fyrir mér nokkrum markmiðum sem til greina
koma. Ég sé ekkert að því að flétta saman tvö þeirra eða fleiri. Ég sé
heldur ekkert því til fyrirstöðu að kennari við þennan skóla setji sér
eitt markmið og kennari við hinn skólann annað. En ég hygg að
kennsla geti aldrei orðið markviss nema kennarinn viti sjálfur hvert
markmiðið er.
3. HLUTI: Möguleikar
í núgildandi Námskrá handa framhaldsskólum, sem kom út árið
1990, segir ekkert um heimspekikennslu. Þetta hindrar þó ekki að
skólar bjóði upp á heimspeki. Áður en ég geri grein fyrir því hvemig
hún rúmast innan kerfisins er ef til vill rétt að útskýra Námskrána
dálítið.