Hugur - 01.01.1992, Side 72

Hugur - 01.01.1992, Side 72
70 Atli Harðarson HUGUR Námsgreinum er skipt í 9 flokka sem eru: Móðurmál, erlend mál, samfélagsgreinar, raungreinar, stærðfræði, tölvufræði og vélritun, verk- og listgreinar, sérgreinar brauta (t.d. í iðnnámi) og íþróttir. Þeir sem bjuggu þessa námskrá til hafa trúlega lesið Aristóteles og áttað sig á því að maðurinn er félagsvera, því þeir flokka öll fræði sem fjalla á einn eða annan hátt um mannlífið með samfélagsgreinum. Þar er heimspeki sett ásamt félagsfræði, landafræði, námstækni, sögu, sálfræði, trúarbragðafræði og fleiri greinum. Námskráin kveður á um hve mörgum einingum í hverjum flokki þarf að ljúka til að útskrifast af hinum og þessum brautum og tiltekur oftast að þar af skuli svo og svo margar vera í þessari eða hinni greininni. Sem dæmi má taka að á málabraut skulu nemendur Ijúka 12 einingum í samfélagsgreinum, þar af að minnsta kosti 2 í félagsfræði og 5 í sögu. Það er svo á valdi hvers skóla að ráðstafa þeim fimm einingum sem eftir eru. Við suma skóla er nemendum á málabraut til dæmis gert að nema sögu til 7 eininga en leyft að velja sér sjálfir þær þrjár einingar sem á vantar. Slíkt val kallast bundið því skylt er að velja einhverja samfélagsgrein. Fyrir þá sem eru óvanir þessu tali um einingar má geta þess að stúdentspróf er 140 einingar og 1 eining er tvær kennslustundir á viku í eina önn, eða hálft skólaár. Flestir áfangar eru þriggja eininga og kenndir sex kennslustundir á viku eina önn. Nokkuð er líka um tveggja eininga áfanga. Á flestum stúdentsprófsbrautum er 5 einingum í samfélagsgreinum óráðstafað. Á félagsfræðibraut eru þær þó 13. Þarna geta skólar fyllt upp í með heimspeki. Þeir geta líka látið nemendum eftir að velja sjálfir milli heimspeki og annarra greina. Svo geta þeir auðvitað fyllt þetta svigrúm með sálfræði, sögu, landafræði eða öðru. Auk þess sem Námskráin skilur eftir þetta svigrúm til að nemendur og/eða skólar geti valið sér samfélagsgreinar er dálítið óbundið val á flestum brautum sem nýta má undir heimspeki eða hvað annað sem er. Á flestum stúdentsprófsbrautum eru þetta milli 9 og 18 einingar. Skólarnir fylla þetta svigrúm yfirleitt að hluta, og þá með öðrum greinum en heimspeki, en láta nemendum gjama eftir svo sem eins og 6 einingar af alfrjálsu vali. Algengt mun að nemendur vinni þetta val af sér með góðri skólasókn eða þátttöku í félagsstörfum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.