Hugur - 01.01.1992, Side 75
HUGUR
Heimspeki og móðurmálskennsla
73
undirritaður, talsvert komið að verki. Afraksturinn er sá að í drögum
að kennsluskipan hinnar nýju deildar, sem við vonum að hleypt verði
af stokkum haustið 1993, er gert ráð fyrir mun fleiri einingum í heim-
speki og skyldum fræðum en viðgengst í K.H.Í. Meginhlutverk heim-
spekikennslunnar í kennaradeild H.A. yrði að þjálfa kennarann í að
stunda heimspeki með bömum og unglingum, fremur en að gera hann
sjálfan að akademískum heimspekingi — nema þá í framhjáhlaupi.
Um kennsluskipan í væntanlegri kennaradeild á Akureyri væri
margt annað hægt að segja. Til dæmis mætti draga í sjónmál ykkar þá
staðreynd að í henni verður lögð meiri áhersla á dýpt í faggreinum en
nú er raunin í Kennaraháskóla Islands og að gert er ráð fyrir um-
fangsmiklu vettvangsnámi, er spannar rúmt heilt misseri, þar sem
nemendur kynnast af eigin raun aðstæðum inni í skólunum sjálfum,
þ.á.m. litlu dreifbýlisskólunum sem hafa mjög verið afræktir af K.H.Í.
En slík atriði eru utan þjóðleiðar þessarar ráðstefnu.
II
Þetta var um kennaradeild við Háskólann á Akureyri, sem vonandi
verður að veruleika innan skamms. Slík deild hlyti að kæta flesta sem
hér eru inni. Ég ýjaði að því í upphafi að hún gæti verið eitt ráð af
mörgum gegn vanda sem við erum líklega öll sammála um að sé
raunverulegur. Sá er naum fótfesta heimspekilegs hugsunarháttar á
lægri skólastigum. Sú vöntun kemur nemendum í koll síðar meir, rýrir
kost þeirra á að takast á við úrlausnarefni í fræðum og daglegu lífi á
affarasælan hátt.
Síst sæti á mér að andmæla því að beinn hlutur heimspekikennslu
verði aukinn í framhaldsskólum, eins og m.a. er fordæmi fyrir úr
Menntaskólanum á Akureyri. Slíkt hefur gefist vel þó að ég segi
sjálfur frá! Hitt er þó þýðingarmeira að heimspekin verði gerð arðbær
fyrir hefðbundnar skólagreinar, í grunnskólum og framhaldsskólum.
Með öðrum orðum: Það sem við ættum að hnýta að hér er ekki að við
viljum þæfast til hvílunnar við aðrar greinar — íslensku, stærðfræði
eða líffræði — nú á niðurskurðartímum heldur að við viljum ljá
nemendum nýtt sjónarhorn sem geri þeim auðveldara að skyggna
veröldina, auðveldara að ná valdi á þeim einstöku efnum sem þeim er
þegar uppálagt að kunna.