Hugur - 01.01.1992, Síða 84

Hugur - 01.01.1992, Síða 84
82 Eyjólfur Kjalar Emilsson HUGUR Þessi sameiginlega miðstöð, miðjan, er því bæði ein og mörg. Hún er mörg að því leyti sem hún er skurðpunktur margra lína, en hún er ein að því leyti sem allar línumar koma saman í eitt innan hennar.6 En þar með er ráðgátan ekki leyst. Ef boðin frá hinum sérstöku skilningarvitum eiga í rauninni að mætast, þá er ekki nóg að gera ráð fyrir einhverju miðstöðvarskynfæri sem þau nái öll til, því að miðstöð af slíku tagi hefur rúmtak og ólíka hluta, og ef boðin hafna á mismun- andi stöðum innan hennar er ekki búið að sýna fram á einingu þeirra. Sé aftur á móti gert ráð fyrir því að boðin lendi öll í sama stað mundi sama fyrirbærið hafa til að bera andstæð einkenni á sama tíma og í sama tilliti, en það fær ekki staðist samkvæmt því sem Alexander segir. Hann leysir málið með því að gera ráð fyrir að hið sameiginlega skilningarvit sé eitt og óskipt í heild sinni í hverjum einstökum hluta skynfæris stns, hjartans, þó að hjartað fái ólík og jafnvel andstæð boð í hina ólíka hluta sína. Þar með næst sú eining sem stefnt var að. Plótínos tekur upp þessa hugmynd og endurbætir hana.7 Þannig telur hann ekki að hið sameiginlega skilningarvit sé til staðar í heild í einhverju ákveðnu skynfæri, heldur sé skynhæfni lífveru til staðar sem heild í hverjum næmum hluta líkama hennar (IV. 3. 3; IV 3. 22, 15- 22).8 Ein afleiðing þessa er sú að hjá Plótínosi hverfur hugmyndin um eitt sameiginlegt skynfæri, sem standi utan og ofan við hin einstöku skynfæri og skilningarvit.9 Því hefur að vísu verið haldið fram að ímyndunaraflið (phantasia) eða rökhugsunin (to logistikon, logos, dianoiá) gegni hlutverki hins sameiginlega skilningarvits og beri þar 6 Alexander, De anima, s. 63. 7 Um tengslin milli umfjöllunar Plótínosar og Aristótelesar og Alexander um einingu skynjana, sjá föður Paul Henry, „Une comparaison, chez Aristote, Alexandre et Plotin" í Entretiens Hardt, V: Les sotirces de Plolin (Genf 1960). 8 Með þessum hætti er vísað í Níundir Plótínusar. Til dæmis merkir „IV. 3. 22, 15- 22“ fjórða Níund, þriðja ritgerð, tuttugasti og annar kafli, línur fimmtán til tuttugu og tvö. Tala innan sviga á eftir tilvísun til ritgerðar merkir hvar í tímaröðinni viðkomandi ritgerð er samkvæmt lista Porfýríosar, nemanda Plótínosar og útgefanda. 9 Plótínus notar aðeins einu sinni he koine aisthesis (I. 1. 9,13). Mér virðist að þar sé hann ekki að vísa til hinnar aristótelísku hugmyndar um sameiginlegt skilningarvit, heldur merki koine aisthesis hér „skynjun sem líkami og sál eiga sameiginlega", það er líkamlega skynjun sem síðan er borin saman við skynjun sálarinnar einnar. Sbr. aisthesis he en toi koinoi í kafla 11. 18-191 Níundunum og ta koina 9. kafla, 1. 11.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.