Hugur - 01.01.1992, Page 102
Ritdómur
Joan L. Richards
Mathematical Visions: The Pursuit
of Geometry in Victorian England
Boston, Academic Press 1988
Bókin StœrÖfrœSisýnir: Iðkun rúmfrœði á tímum Viktoríu á Englandi skiptist í
fimm meginkafla auk inngangs og eftirmála. Vísindasagnfræðingurinn Joan L.
Richards ætlar sér að kanna hvernig stærðfræðiþekking var flutt milli
þjóðlanda og rannsaka þá þróun sem varð í stærðfræði, þó einkum rúmfræði, á
19. öld. Þetta viðfangsefni vill hún skoða í víðara menningarsamhengi en
tíðkast hefur. Hún hyggst kanna hvemig túlkun manna á rúmfræðinni breyttist
og skoða þær breytingar í breiðu ljósi þar sem þættir utan stærðfræði koma
við sögu. En um leið og hún víkkar sjónarhomið á þennan hátt, þrengir hún
það á hinn bóginn með því að einskorða sig við England þar sem samfélag
stærðfræðinga var lítið, tími atvinnumanna vart runninn upp og sígild rúm-
fræði mikilvægur þáttur í ríkjandi heimsmynd. England reyndist því sérlega
heppilegt til að skoða hvernig stærðfræðiþróun á 19. öld tvinnast saman við
aðra menningarþætti. í bókinni leitast Richards einnig við að rjúfa áratuga
einangrun stærðfræðisögunnar sem hún hefur nýlega lýst á eftirfarandi hátt:
Að minnsta kosti frá því snemma á sjöunda áratugnum, þegar Thomas
Kuhn skildi stærðfræðina útundan í víðtæku endurmati sínu á eðli
vísindanna, hefur saga stærðfræðinnar ekki einungis verið aðskilin frá
sagnfræði heldur einnig vísindasögu. Úr því að stærðfræðin hefur verið
talin dæmi um fullkomlega sanna þekkingu hefur saga hennar einungis
vakið áhuga stærðfræðinga sem leita þar að vandamálum, sjónarhomum
og hugmyndum sem fallið hafa í gleymsku. Vísindasaga hefur vaxið og
þanist út á seinustu áratugum og meðal annars tengst sagnfræði,
félagsfræði, heimspeki og sögu menntastofnana. Samtímis hefur saga
stærðfræðinnar haldið áfram að vera óaðgengileg og einangruð, falin á
bak við ósveigjanlega og þrönga skilgreiningu á sjálfri sér og
viðfangsefni sínu.1
1 Joan L. Richards: „Historicism and Scientific Practice II", Isis 80, 1989, bls. 669-
672, tilvitnun á bls. 669. Þetta er ritdómur um greinasafn sem Thomas Tymoczko
ritstýrði: New Directions in the Philosophy of Mathemalics Boston, Birkhiiuser
1986.