Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 105

Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 105
HUGUR Ritdómur 103 þríhymingi væri minni en tvö rétt horn.4 Uppgötvuninni var hvorki veitt eftirtekt í Þýskalandi né Frakklandi þar sem verðandi atvinnumenn á sviði stærðfræði—svokallaðir hreinir stærðfræðingar—einbeittu sér að rannsóknum í talnafræði, stærðfræðigreiningu eða tvinnfallagreiningu. Uppgötvun tvímenninganna var loks veitt réttmæt athygli upp úr miðri 19. öld og óevklíðsk rúmfræði var þar að auki þróuð frekar með aðferðum stærðfræðigreiningar; þar ber hæst verk Bemhards Riemann og Hermanns von Helmholtz. Umskiptanna varð vart nokkru síðar á Englandi. Snemma á áttunda áratugnum þýddi enski stærðfræðingurinn William Clifford og kom á framfæri frægu erindi eftir Riemann um þær tilgátur sem eru undirstöður rúmfræðinnar, og rannsóknir Helmholtz á þessu sviði—nánast á mörkum lífeðlisfræði, sálarfræði og stærðfræði—urðu fljótt kunnar. Clifford lét svo um mælt árið 1875 að margt væri áþekkt með verkum Kóperníkusar og Lóbatjefskís. í báðum tilvikum hafði staðbundin þekking—vitneskjan um það sem væri hér og nú—komið í stað þekkingar á ógnarvíðáttum heimsins og eilífðarinnar. Samkvæmt sígildri rúmfræði Evklíðs var enginn munur á því sem var nær og fjær og því þurfti að mati Cliffords jafnvel að endurmeta hugtökin um tíma og rúm í sígildri aflfræði Newtons. Þess vegna leitaði hann fanga í óevklíðskri rúmfræði Lóbatjefskí og Bólyai. Þetta sýnir að sígild eðlis- fræði var ekki frekar en sígild rúmfræði óhult fyrir gagnrýni endur- skoðunarsinna. Óevklíðsk rúmfræði fékk blendnar viðtökur beggja vegna Ermarsunds: í Þýskalandi olli hún vandræðum hjá fylgismönnum Kants og á Englandi tengdust umræður um hana hörðum deilum um eðli sannleikans sem spruttu upp í kjölfar útkomu bókarinnar Uppruna tegundanna eftir Darwin sem kom út árið 1859. Richards leggur áherslu á að deilt var um muninn á sannleikshugtakinu í stærðfræði og raunvísindum og almennt um þann sannleika sem manninum væri aðgengilegur. Tilkoma óevklíðskrar rúmfræði, ekki síst að hætti Riemanns og Helmholtz, hafði mikil áhrif á stöðu evklíðskrar eða sígildrar rúmfræði. Sú síðamefnda var ekki lengur álitin algjör og nauðsynleg lýsing á rúminu heldur fékk stöðu afstæðrar lýsingar. í þriðja kafla er rætt um ofanvarpsrúmfræði sem á rætur að rekja til Frakklands í byrjun 19. aldar þar sem Gaspard Monge og lærisveinar hans þróuðu hana. Þeir sóttust eftir alhæfingarkrafti stærðfræðigreiningar án þess að vilja fóma þekkingarfræðilegum yfirburðum rúmfræði sem þeir töldu skýra og augljósa gagnstætt óljósum hugtökum og veikum undirstöðum stærðfræði- greiningar. Meirihluli franskra stærðfræðinga gaf rúmfræði lítinn gaum en það varð ofanvarpsrúmfræði til happs að hún varð vinsæl á Englandi. 4 í fimmtu frumsetningunni felst að í gegnum punkt fyrir utan beina línu sé unnt að draga nákvæmlega eina beina línu samsíða hinni fyrri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.