Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 115
HUGUR
Ritfregnir
113
kostu og löstu“ eftir Alkvin, og „Um festarfé sálarinnar" eftir Hugo frá
Viktorsklaustri. Útgefandi ritar inngang og skýringar.
Gunnar Hersveinn: Um það fer tvennum sögum. Reykjavík, útg.
höf„ 1990. 80 bls.
Bókin er Itugsuð sem kennslubók í heimspeki fyrir framhaldsskóla. í henni eru
sjö kaflar og tvær hugleiðingar, fremst og aftast. Kaflarnir bera heitin „Hvað
er heimspeki?“, „Heimspekin í Grikklandi", „Hnefafylli af skynsemi", „Vilji
og ábyrgð“, „Siðfræðileg hugsun", „Hugsað um dauðann", „Hugsað um guð“.
Auk þess eru í bókinni spurningar úr efninu og nokkur verkefni.
Hannes H. Gissurarson: Hayek's Conservative Liberalism. New
York & London, Carland Publishing, 1987. 222 bls.
Þessi bók hefur að geyma doktorsritgerð Hannesar sem hann varði við Oxford
háskóla 1985. I ritgerðinni eru kenningar Friedrich A. Hayeks teknar sem
dæmi um það sem Hannes nefnir Conservative Liberalism — íhaldsama
frjálshyggju. Hannes rekur í hverju þessi hugmynd felst og ræðir kenningar
Hayeks í þaula þar sem hann reynir að svara þeirri gagnrýni sem hefur verið
sett fram á hugmyndir Hayeks. Niðurstaða Hannesar er sú að kenning Hayeks
hafi nokkuð fram að færa í deilum íhaldsmanna og frjálshyggjumanna þar sem
hún haldi því besta úr báðum, en sé samt sjálfri sér samkvæm.
David Hume: Rannsókn á skilningsgáfunni. Þýðandi: Atli
Harðason. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1988. 291
bls.
Þetta er þýðing á An Enquiry Concerning Human Understanding sem
kom fyrst út árið 1748. í bókinni setur Hume fram hugmyndir sínar
um raunhyggju, efahyggju og veraldarhyg&ju, en þær hafa haft víðtæk
áhrif í sögu heimspekinnar, ekki síst í þekkingarfræði. I bókinni er
einnig sjálfsævisaga höfundar. Þýðandi ritar inngang og skýringar.
Kristján Kristjánsson, Þroskakostir. Reykjavík: Siðfræðistofnun,
1992. 266 bls.
Bókin Þroskakostir eftir Kristján Kristjánsson hefur að geyma safn 17 ritgerða
sem sumar hverjar hafa ekki birst áður. Ritgerðasafninu skiptir Kristján í fjóra