Hugur - 01.01.1995, Síða 10
8
W. V. Quine
HUGUR
neinni tiltekinni samsvörun milli orða eða uppbyggingar. Þýðingar-
handbók er góð að svo miklu leyti sem hún stuðlar að liprum
samræðum og árangursríkum sáttum. Kenning mín eða tilgáta um
þýðingarbrigði, í heildarsamhengi, er að liprar samræður og árangurs-
ríkar sættir geti tekist eins vel og verða vill með hvorri ósamþýðan-
legu handbókinni sem er. Ósamþýðanleikinn gæti komið í ljós ef
handbækurnar væru notaðar á víxl, setningu og setningu í senn, en
það gæti leitt til ósamkvæmrar þýðingar á texta, sem reyndist aftur á
móti samkvæmur ef einungis önnur bókanna væri notuð.
Þannig eru brigðin í þýðingu á samfelldu máli. Á hinn bóginn
varða tilvísunarbrigði einungis þýðingu umsagna og einnefna, og
eiga einungis við um tungumál þar sem hægt er að afmarka umsagnir
og einnefni, sem aftur kann að velta á heildarþýðingu. Af þessu er
ljóst að hvaða tilfallandi pörun sem er, milli tilvísunar og orðs eða
umsagnar, samrýmist öllum mögulegum athugunum. Þetta leiðir af
vangaveltum um tvíburaföll, eða fjölbreytileika líkana og eðli
reynslubundinna prófa. Eins og heildarbrigðin eru þetta þýðingar-
brigði.
Annar staður þar sem Davidson sér mun á okkur, er þar sem hann
talar um fjærkenningu um merkingu hjá sér en nærkenningu hjá mér.
Þetta varðar orsakakeðju frá hlut eða atviki í ytri heimi til athafnar
eða orða sem eiga að greina frá því sem um er að ræða. Munurinn
liggur í því hvernig við neglum keðjuna niður, hvernig við
einkennum hana. Davidson neglir hana niður við fjærendann, við
hlutinn eða atvikið sem sagt er frá, en ég við yfirborð þess sem segir
frá og auðkenni hana út ífá virkum taugaendum.
Vegna þess að við notum athugunarsetningar en ekki athugunarorð
er fjærendi keðjunnar ekki alltaf snyrtilega afmarkaður og einkenndur
sem hlutur eða atvik, og það er ein ástæðan fyrir vali mínu. Dæmin
geta verið „það er kalt“ og „það er tekið að rökkva“, og þar virðist
þurfa að einkenna kringumstæður. Davidson hefur réttilega leyft
hlutgervingu staðreynda að sigla sinn sjó og ég býst við að um
kringumstæður gegni sama máli.
Einföldun er önnur ástæða fyrir því að negla keðjuna niður við
nærendann, því keðjur sem eru einungis frábrugðnar utan við skinn
manns verða að einni. En jafnvel þannig er óþarfinn enn til staðar því
margir taugaendanna, sem verða virkir við tiltekið atvik, hafa engin