Hugur - 01.01.1995, Side 13
HUGUR
Hvar greinir okkur á?
11
Hvorki T-setningarnar né samspilið milli trúar og löngunar hjá
Davidson falla að minni umfjöllun um róttæka þýðingu. í mínu
samhengi félli þetta best að því að skýra það sem ég hef einfaldlega
sópað undir titilinn rökgreiningartilgátur. Þar liggur allt verk hins
róttæka þýðanda eftir að hann hefur einu sinni brotið sér leið inn í
athugunarsetningamar.
Að lokum kem ég aftur að Tarski og sannleiksumsögninni, þar
sem skýra þarf nokkur óljós atriði. Vegna þess hvað þau eru myrk
ætla ég ekki að reyna að smámunast um muninn á mér og Davidson;
við erum augljóslega sammála þar sem kenningar okkar skarast. Ég
ætla einungis að útlista mínar eigin hugmyndir.
Lykilatriði um sannleika er afvitnun [disquotation]: „Snjór er
hvítur“ ef og aðeins ef snjór er hvítur. Merking eða tilvísun afvitnar á
svipaðan hátt: „Kanína" merkir x ef og aðeins ef x er kanína.
Hugmyndin er frá Tarski, en orðalagið „að afvitna" er mitt, eftir þvi
sem ég best veit, og er ekki hugsað til að gera lítið úr henni. Síðasti
hluti Word and Object er helgaður mikilvægi sannleiksumsagnarinnar
í framþróun merkingarfræði. Með afvitnun er sannleikurinn, sem
vissulega er langt frá því að vera einfaldur, svipaður og eiginleikinn
að vera stak í mengi, þegar hann sprengir fjötra barnalegra kenninga;
því sannleikurinn leiðir til svipaðra þversagna. Ég hef lengi harmað
að Ramsey skyldi ekki hafa borið skyn á hugmyndina um afvitnun
og hafnað henni sem „hvarfhyggju um sannleikann“. Hinn forni
meinvættur minn — ruglingurinn á því að orð sé nefnt og það sé
notað — hefur naumast unnið verra verk. Hér er afstaða mín nær
Davidson en hann virðist hafa áttað sig áý
Nær afvitnun því sem máli skiptir um sannleikann? Ég veit ekki
hvernig á að svara þessu. Afvitnun nær umtaki sannleikans innan
tungumáls, en svo þarf þýðingu til að færa það yfir á önnur mál.
Eins og við sáum eru sannleikur og tilvísun systkini í afvitnun,
og skilgreining Tarskis á sannleikanum er skilgreining á öðru á
grundvelli hins. Tilvísun er tengsl einfaldrar umsagnar og sérhvers
hlutar sem hún á við. Með almennara orðalagi þá er tilvísun tengsl n-
sæta umsagnar og sérhvers skipulegs n-fylkis sem hún á við. Með
því að alhæfa enn frekar má hugsa sér setningu með n frjálsum
4 Donald Davidson: „The Structure and Content of Truth", Journal of Philosophy,
1990 Vol. 87, bls 283.