Hugur - 01.01.1995, Side 14
12
W. V. Quine
HUGUR
breytum sem n-sæta umsögn; og svo má segja að þessi setning vísi
til sérhvers n-fylkis sem uppfyllir gildi breytnanna. Greining Tarskis
er skilgreining á tilvísun á þennan almenna hátt með rakningu út frá
eindartilvísun, þ.e. tilvísun einsorðs umsagnar. Sannleikurinn verður
loks eftir við 0-sæta umsagnir, þ.e. lokaðar setningar.
Og hvers vegna skyldi Tarski hafa viljað skilgreina sannleikann á
grundvelli eindartilvísunar, frekar en til dæmis þveröfugt? Einfaldlega
vegna þess að hvaða tiltekna tungumál sem er hefur endanlegan fjölda
einsorðs umsagna, og því má skilgreina eindartilvísun með því að
gera tilteknum afvitnunum tæmandi skil.
Afvitnun setur sannleikann augljóslega út fyrir tungumálið, vegna
þess að með þversögn lygarans sýnir hún að ekki er hægt að gera
fulla grein fyrir sannleiksumsögn tiltekins tungumáls á því máli.
Þversögnin verður til þegar fjallað er um sannleika í setningum sem
sjálfar innihalda sannleiksumsögnina eða skyldar umsagnir.5 Að vfsu
mætti skilgreina annars stigs sannleiksumsögn til að ná yfir þessi
tilfelli, en hún bregst þegar setningarnar innihalda þá umsögn.
Þannig má halda upp stigveldi sífellt betri nálgana að fullkominni
sannleiksumsögn, sem aftur gerir stigveldið utanmáls. Róttækur
náttúruhyggjumaður gæti eins notað þversögn lygarans máli sínu til
stuðnings; hún sýnir að það sem er utanmáls, í þessu tilviki að
minnsta kosti, leiðir til mótsagnar.
Önnur álíka kunnugleg hugmynd er að óhrekjanleikinn setji
sannleikann utanmáls. Þegar framfarir í vísindum leiða til þess að
kenningu er hafnað og ný tekur við, þá segjum við ekki að gamla
kenningin hafi verið sönn en síðan orðið ósönn. Við segjum frekar
að hún hafi verið talin sönn, en aldrei verið það. Sannleikurinn er
ekki afrakstur vísindanna, heldur markmið þeirra. Hann er hugsjón
hreinnar skynsemi, eins og Kant orðaði það svo ágætlega.
Sannleikurinn er utanmáls með tvennum hætti, við getum sagt að
hann sé það bæði merkingarfrœðilega og rökfræðilega. Að
sannleikurinn skuli vera merkingarfræðilega utanmáls Ieiddi
óhjákvæmilega af sjálfri afvitnuninni. Að hann skuli vera rökfræði-
lega utanmáls leiddi af afvitnun en ekki með eins sterkum rökum, en
nógu sterkum samt — nefnilega lögmálinu um annað tveggja. Látum
5 Sjá t.d. bók mína Pursuit ofTruth, Harvard 1990, 1992, § 34.