Hugur - 01.01.1995, Side 15
HUGUR
Hvar greinir okkur á?
13
p vera setningu sem þýðir að fjöldi stráa í Boston-almenningi í
ársbyrjun 1901 hafí verið jöfn tala. Af lögmálinu um annað tveggja
leiðir annað hvort p eða ekki p\ með afvitnun fáum við svo „p“ er
satt eða „ekki p“ er satt. Og samt taka vísindin í víðasta skilningi
þess orðs — upplýst skoðun — enga afstöðu til „p“ eða „ekki p“, og
munu aldrei gera.
C. S. Peirce gerði tilraun í anda náttúruhyggju til að festa hendur á
sannleikshugtakinu, sem er rökfræðilega utanmáls, með því að
skilgreina sannleikann sem það mark sem vísindin stefna að.
Tilraunin var byggð á bjartsýnisórum, svo vægt sé til orða tekið.
Þrátt fyrir stórkostlegustu framfarir í vísindum sem hugsast gætu
myndu þau aldrei segja neitt um „/?“ eða „ekki p“ úr dæminu að
framan. Og eftir því sem ég best veit hafði Peirce engar efasemdir um
lögmálið um annað tveggja.
John Dewey lagði til, náttúruhyggjunni til framdráttar, að
sannleiksumsögnin yrði einfaldlega sniðgengin og í staðinn hökt á
rökstuddum skoðunum. Otto Neurath fór svipaða leið á síðustu árum
sínum. En vissulega hefðu hvorki Dewey né Neurath getað neitað því
að afvitnun gerir sannleikann aldeilis krystaltæran, og eflaust féllust
þeir báðir á „p eða ekki p“. Þeir komu sér því ekki hjá vandanum,
þeir skildu hann einfaldlega ekki.
Hvað sem þessu líður er skrýtið að við náttúruhyggjumenn
skulum verða snúðugir yfír því að sannleikurinn sé rökfræðilega
utanmáls, því það felur einmitt í sér að náttúrunni er eignaður
sannleikur frekar en fálmkenndum nálgunum mannsins. Ástæðan
fyrir þessu er að náttúruhyggjan fellst ekki á neina æðri uppsprettu
þekkingar en upplýsta vísindalega aðferð. Gott og vel, en sannleikur
er ekki þekking. Sannleikshugtakið á samleið með öðrum gagnlegum
hugtökum vísindanna, eins og hugtökunum tilvist, efni, hlut,
þyngdarkrafti, tölu, físeind og jarðíkorna. Eins og Davidson er ég
sáttur við sannleikann þar sem hann liggur rökfræðilega utanmáls.
Hann er hugsjón hreinnar skynsemi — og helgist hans nafn.6
Ólafur Páll Jónsson þýddi
6 Greinin er margfalt ríkulegri vegna athugasemda Burtons Dreben við fyrra
handrit.