Hugur - 01.01.1995, Page 21
HUGUR
Gildi, boð og ástæður
V
19
Boð og vilji
Næst vík ég að hugmynd sem kemur í svipinn við sögu í
„Valdsorðaskaki“, en Vilhjálmur gerir að aðalatriði. Ég segi í
framhaldi af því að ekkert leiði af gildisdómum um hvað okkur beri að
gera:
Svo virðist sem okkur beri ekki að stuðla að þvf að lífvera hafi það
umhverfi sem hún þarfnast nema því aðeins að við viljum að hún
dafni. Og þetta viljum við auðvitað alls ekki alltaf, til dæmis ekki
þar sem sýklar eiga í hlut eða önnur meindýr.^
Vilhjálmur orðar þessa kenningu svo að siðaboð séu „komin undir
vilja okkar og vali,“ og finnur henni flest til foráttu, kannski einkum
það að hún sé sjálfdæmishyggja—og þar með afstæðiskenning—um
siðaboð.10
Tökum fyrst eftir því að hugmyndin um að boð séu komin undir
vilja* 11 er við fyrstu sýn ekkert nema heilbrigð skynsemi. f dæminu
sem ég tek af meindýrum blasir hún við. En þar fyrir kynni
Vilhjálmur að hafa á réttu að standa um að hún eigi ekki við um
önnur dæmi, og þá einkanlega ekki eiginleg siðferðileg dæmi.
VI
Leiðir boð af gildisdómi og viljalýsingu?
Kristján Kristjánsson hefur unnið úr hugmyndinni um boð og vilja á
sinn hátt. Kenning Kristjáns virðist vera sú að siðaboð leiði af
gildisdómi og staðhæfingu um vilja (sem við getum kallað
,,viljalýsingu“). „Innan siðferðisleiksins“ segir hann að siðaboð séu
„bein afleiðing" gildisdómanna.12 í „Að vita og að vilja“ segir að við
séum ekki röklega knúin til að fallast á niðurstöðu í ályktun nema við
9 „Valdsorðaskak" í Afmlæliskveðju til Tómasar Guðmundssonar, 218.
10 „Um gæði og siðgæði" í Samfélagstíðindum, 26-27.
11 Þetta orðalag er aðfinnsluvert. Sjá §1X hér á eftir.
12 Haft eftir Vilhjálmi Árnasyni, f „Um gæði og siðgæði", 26. Tilvitnunin er í
prófritgerð Kristjáns Böl og bölsvandi, (Háskóli íslands 1983), 67.