Hugur - 01.01.1995, Page 24
22
Þorsteinn Gylfason
HUGUR
sonurinn reki sig sjálfur á. Kannski vegna þess að strákur hafi gott af
því, kannski ekki.
Gáum nú að því að viljinn sem veitir okkur ástæðu til athafna er
ekki viljinn til þessara athafna sjálfra. Hann er til að mynda vilji til
einhvers tilgangs sem athöfnin þjónar, eins og vilji bóndans til að
grasið vaxi og vilji föðurins til að sonurinn þroskist. Vilji minn til
að vinna eitthvert verk—að lesa bók eða steypa mér út í
stjórnmálabaráttu—veitir enga ástæðu til verksins. Setningarnar
Ég vil lesa Birtíng
og
Ég vil ekki lesa Birtíng
gefa engar ástœður til að lesa eða láta það vera eins og
Ég vil lesa skemmtilega bók og Birtíngur er skemmtileg bók
gefur ástæðu til lesturs.15 „Ég vil það“ og „ég vil það ekki“ eru eins
og „af því bara“. Og „af því bara“ er engin ástæða.
VIII
Þatfir
Er viljinn einn um að veita okkur ástæður til breytni? Nei, þörf
virðist gera það líka. Ef ég þarf að borða ákveðinn mat heilsunnar
vegna, vinna meira en ég geri Iaunanna vegna, vera sannsögulli en ég
er siðferðisins vegna, þá virðist ég hafa ástæðu til að gera það sem til
þarf hvort sem ég vil eða ekki. Hugtakið þörf er markvísishugtak.
Þörf er nauðsyn í einhverjum tilgangi,16 Til dæmis þurfum við að
nærast til að lifa. Fyrst við höfum þarfir höfum við fleiri markmið en
þau sem við setjum okkur sjálf með eigin vilja.
Vilhjálmur víkur að þörfum þótt hann noti ekki orðið „þörf
15 Sjá um þessi efni G.E.M. Anscombe: Intention, Basil Blackwell, Oxford 1963.
16 Sjá Peter Geach: The Virtues, Cambridge University Press, Cambridge 1977, 9-
13.