Hugur - 01.01.1995, Page 29

Hugur - 01.01.1995, Page 29
HUGUR Gildi, boð og ástœður XI 27 Skilyrðislaus skylda Hvað eiga Kant og Wittgenstein við þegar þeir tala um „skilyrðislaust skylduboð“ og „skilyrðislausa skyldu“ annað en það sem er bersýnilega rangt hjá þeim: að ríkjandi boð láti sem slik skilyrðis- lausa skyldu í ljósi? Wittgenstein segir að með orðunum „hin eina skilyrðislaust rétta leið“—sem er væntanlega bara annað orðalag um „skilyrðislausa skyldu“—sé átt við „leiðina sem öll rök knýðu hvern einasta mann til að fara“, og það af röknauðsyn.22 Greinargerð Kants fyrir skilyrðislausri skyldu yrði svolítið flóknari en sömu ættar. Kant taldi sig geta sannað hverjar skilyrðislausar skyldur manna eru á grundvelli formlegrar reglu um alhæfingu siðaboða. Skilyrðislausar skyldur fólks áttu til dæmis að vera að fremja ekki sjálfsmorð hvað sem á dynur eða hin að gefa ekki loforð sem maður veit að hann getur ekki staðið við. Nú vill svo til að sannanir Kants ganga ekki upp hvernig sem þær eru teygðar til þótt þær séu sumar merkilegar. Það hafa heimspekingar vitað lengi. En greinarmunur hans á skilorðsbundnum og skilyrðis- lausum boðum hefur lifað af, og þá helzt í þeirri mynd að skilyrðis- laus boð séu sjálfkrafa ástœður til breytni fyrir hvern einasta mann hver sem vilji hans og þarfir eru. Þetta er bersýnilega skyld hugsun þeirri sem Wittgenstein kemur orðum að, með þeim fyrirvara þó að „rök“ hjá honum ásamt tilvísuninni til röknauðsynjar virðast vera annað en það sem við venjulega köllum „ástæðu til breytni" þar sem engin röknauðsyn virðist koma við sögu. XII Er siðferði skilyrðislaust? Önnur ríkjandi boð en siðaboð eru ekki sjálfkrafa ástæður til breytni. Maður sem stendur á sama um ákvæði í lögum—hvort sem hann er glæpamaður eða heiðvirður maður sem telur lögin sem um er að ræða heimskuleg—hefur ekki ástæðu til að fara að þessum lögum, nema 23 Ludwig Wittgenstein: „Fyrirlestur um siðfræði", 52-53.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.