Hugur - 01.01.1995, Page 31

Hugur - 01.01.1995, Page 31
HUGUR Gildi, boð og ástœður 29 mannvin sem hefur ríka ánægju af góðverkum sínum.25 Kant segir að athafnir armæðumannsins hafí siðferðisgildi en athafnir mannvinarins ekki. Þetta er svolítið undarleg kenning. En ef við hugsum ekki um skyldu og siðferðisgildi, sem eru hugðarefni Kants, heldur um einar saman ástæður til breytni þá virðist freistandi að segja að armæðu- maðurinn í dæmisögunni hafi ástæðu til að gera góðverk þótt honum sé öldungis sama um aðra. En þá er að segja hver ástæðan er. Ef við getum það ekki sitjum við uppi með siðferðið á sama báti hvað varðar ástæður til breytni og önnur ríkjandi reglukerfi máls og laga og siða. XIII Niðurstaða um skyldur Niðurstaðan er þá sú að það eru engar skilyrðislausar skyldur til þótt það séu vissulega til ríkjandi boð. Öll boð, ríkjandi sem víkjandi, eru skilorðsbundin. Allar skyldur eru skilorðsbundnar líka í sama skilningi. Það er engin ástæða til að fara eftir þeim nema í ljósi markmiða—vilja eða þarfar—sem breytnin sem þær bjóða þjónar. Skyldur eru aldrei sjálfkrafa ástæður til breytni. Til þess hníga einkum þrenn rök. (i) Dygðug breytni ræðst ekki af boðum sem eru sjálfkrafa ástæður til breytni heldur af markmiðum eins og því markmiði góðviljaðs manns að öðrum farnist vel eða því markmiði réttláts manns að sannleikurinn komi fram (í dómsmáli til dæmis). (ii) Fólk getur haft margvíslegar ástæður til að ganga gegn siðaboðum og getur þá neitað því að það hafi ástæðu til að hlýða boðunum. (Kant yrði að sýna fram á að þetta sé í einhverjum markverðum skilningi óskynsamlegt sem það virðist ekki þurfa að vera.). (iii) „Af því ég á“ er aldrei fullnægjandi skynsamleg ástæða til athafna. 25 Immanuel Kant: Grundlegung zur Metaphysik der Sitten, Felix Meiner, Hamborg 1965, §i, 15-16(398).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.