Hugur - 01.01.1995, Page 31
HUGUR
Gildi, boð og ástœður
29
mannvin sem hefur ríka ánægju af góðverkum sínum.25 Kant segir að
athafnir armæðumannsins hafí siðferðisgildi en athafnir mannvinarins
ekki. Þetta er svolítið undarleg kenning. En ef við hugsum ekki um
skyldu og siðferðisgildi, sem eru hugðarefni Kants, heldur um einar
saman ástæður til breytni þá virðist freistandi að segja að armæðu-
maðurinn í dæmisögunni hafi ástæðu til að gera góðverk þótt honum
sé öldungis sama um aðra.
En þá er að segja hver ástæðan er. Ef við getum það ekki sitjum
við uppi með siðferðið á sama báti hvað varðar ástæður til breytni og
önnur ríkjandi reglukerfi máls og laga og siða.
XIII
Niðurstaða um skyldur
Niðurstaðan er þá sú að það eru engar skilyrðislausar skyldur til þótt
það séu vissulega til ríkjandi boð. Öll boð, ríkjandi sem víkjandi, eru
skilorðsbundin. Allar skyldur eru skilorðsbundnar líka í sama
skilningi. Það er engin ástæða til að fara eftir þeim nema í ljósi
markmiða—vilja eða þarfar—sem breytnin sem þær bjóða þjónar.
Skyldur eru aldrei sjálfkrafa ástæður til breytni. Til þess hníga
einkum þrenn rök. (i) Dygðug breytni ræðst ekki af boðum sem eru
sjálfkrafa ástæður til breytni heldur af markmiðum eins og því
markmiði góðviljaðs manns að öðrum farnist vel eða því markmiði
réttláts manns að sannleikurinn komi fram (í dómsmáli til dæmis).
(ii) Fólk getur haft margvíslegar ástæður til að ganga gegn siðaboðum
og getur þá neitað því að það hafi ástæðu til að hlýða boðunum.
(Kant yrði að sýna fram á að þetta sé í einhverjum markverðum
skilningi óskynsamlegt sem það virðist ekki þurfa að vera.). (iii) „Af
því ég á“ er aldrei fullnægjandi skynsamleg ástæða til athafna.
25 Immanuel Kant: Grundlegung zur Metaphysik der Sitten, Felix Meiner, Hamborg
1965, §i, 15-16(398).