Hugur - 01.01.1995, Síða 33

Hugur - 01.01.1995, Síða 33
HUGUR Gildi, boð og ástœður 31 en ekki þegar maðurinn þinn heldur fram hjá þér. Það sem er athyglisvert um siðferðið er það að þessar undantekningar eru inn- byggðar í það. Það er til dæmis siðferðilega réttlœtanlegt að segja ósatt til að halda trúnað. Það er aldrei löglegt að brjóta lög, og það er aldrei kurteisi að brjóta kurteisisreglu, þótt hvorttveggja geti verið fyllilega réttlætanlegt. Þótt það geti verið réttlætanlegt að keyra með 120 km hraða eftir Hringbrautinni er það lögbrot, og þótt það kunni að ver réttlætanlegt að móðga mann er það ókurteisi. En ef ég segi illa förnum sjúklingi að hann líti vel út til að stappa í hann stálinu, þá getur ósannsöglin verið réttlætanleg og þar með siðleg. Að því leyti sem undantekningarnar eru innbyggðar í siðferðið getum við kannski sagt að flóknar siðareglur—siðareglur með öllum undantekningum—séu ófrávíkjanlegar og þar með algildar. Hitt er svo mikill vandi nákvæmlega hverjar þessar flóknu siðareglur eru, eða hvort nokkur kostur er á að grafast fyrir um þær.27 XVI Algildi og afstœði Siðaboð kunna þá að vera algild að þrennu leyti að minnsta kosti. Þau eru ríkjandi en ekki víkjandi eins og lög, mannasiðir og leikreglur eru líka. Þau eru lítt breytileg í tíma og rúmi, skulum við segja, sem lög, mannasiðir og leikreglur eru ekki. Loks eru sum þeirra ófrávíkjanleg, og hugsanlega öll ef þau eru nógu margbrotin. En siðferði er ekki skilyrðislaust, og þar með er það ekki algilt í skilningi Kants. Hvað er þá afstætt í siðferði? Það eru ástæður til breytni. Maður hefur ekki aðrar ástæður til breytni en markmið sín, það sem hann þarfnast og það sem hann vill. Það virðast ekki vera til neinar algildar ástæður til breytni. Háskóla íslands í janúar 1994 ogfebrúar 1995. 27 Sjá Mikael Karlsson: „Meinbugur á rökleiðslu frá alhæfum forskriftum til sérhæfra". Þar efast Mikael um að það sé yfirhöfuð möguleiki að setja fram undantekningarlausar siðareglur cða lagareglur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.