Hugur - 01.01.1995, Page 35

Hugur - 01.01.1995, Page 35
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 33 „Hárið á mér er klippt í styttur og lengstu lokkarnir eru um það bil 9 þumlungar." Svo spyrillinn þekki viðmælendur sína ekki á röddinni verða þeir að skrifa svörin og helst að vélrita þau. Best er að leika leikinn þannig að spyrill og viðmælendur skiptist á boðum með fjarrita. En það má líka láta sendil bera munnleg skilaboð á milli. Markmið konunnar (B) er að hjálpa spyrlinum. Hún nær þessu markmiði trúlega helst með því að svara rétt. Hún getur hnýtt við svör sín athugasemdir eins og „Taktu ekki mark á honum, það er ég sem er konan!“ Þetta er þó til lítils fyrir hana því karlinn getur gert slfkt hið sama. Nú má spyrja hvað gerist ef vél leikur hlutverk A í þessum leik? Mun spyrlinum skjátlast álíka oft eins og þegar hann leikur á móti karli og konu? Látum þessar spurningar koma í stað upphaflegu spurningarinnar „Geta vélar hugsað?“ 2. Gagnrýni á nýju gátuna Það má spyrja „Hver er lausn gátunnar þegar hún er komin á þetta form?“ og það má líka spyrja „Er hún þess virði að við rannsökum hana?“ Afgreiðum seinni spurninguna strax svo hún þvælist ekki endalaust fyrir okkur. Þessi framsetning vandans hefur þann kost að hún dregur nokkuð skarpa línu milli líkamlegra og vitsmunalegra hæfileika mannsins. Enginn verkfræðingur eða efnafræðingur telur sig geta búið til efni sem er óþekkjanlegt frá mannshúð. Það er mögulegt að slíkt efni verði einhvern tíma til. En jafnvel þótt það væri til nú þegar þá þætti okkur lítið vit að reyna að gera „hugsandi vél“ mannlegri með því að klæða hana í slíka gervihúð. Uppsetning vandans endurspeglar þetta með því að gera ráð fyrir að spyrillinn geti hvorki séð viðmælendur sína, snert þá né heyrt rödd þeirra. Nokkrir aðrir kostir þess að setja vandann upp með þessum hætti koma í ljós ef við lítum á dæmi um spurningar og svör eins og: Sp.: Búðu til sonnettu um brúna yfír Forth. Sv.: Þarna fórstu með mig, ég hef aldrei getað sett saman vísur. Sp.: Leggðu saman 34.957 og 70.764.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.