Hugur - 01.01.1995, Page 41

Hugur - 01.01.1995, Page 41
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 39 Geymslan skyldi byggjast algerlega á hreyfanlegum vélarhlutum og vera gerð úr hjólum og spjöldum. Sú staðreynd að Babbage ætlaði að smíða greiningarvél sína algerlega úr hreyfanlegum vélarhlutum hjálpar okkur að losna við þá ranghugmynd að það sé mikilsvert í þessu sambandi að starfrænar nútímatölvur nota rafmagn og taugakerfið líka. En þar sem vél Babbage byggðist ekki á rafmagnstækni og þar sem allar stafrænar tölvur eru í vissum skilningi jafngildar, þá sjáum við að notkun rafmagns getur ekki haft neina fræðilega þýðingu. Vitaskuld kemur rafmagn yfirleitt við sögu þar sem boð berast á miklum hraða svo það er engin furða að við skulum rekast á það bæði í tölvum og taugakerfmu. I taugakerfinu eru efnafræðileg fyrirbæri þó að minnsta kosti jafn mikilvæg eins og þau raffræðilegu. f sumum tölvum er geymslan að mestu leyti byggð á tækni til að geyma hljóð. Notkun rafmagns er þannig aðeins yfirborðslegt samkenni. Ef við viljum finna svona sameiginleg einkenni ættum við fremur að leita að aðgerðum sem skila stærðfræðilega hliðstæðum útkomum. 5. Hvernig stafrœnar tölvur eru altœkar Þær stafrænu tölvur sem fjallað var um í síðasta þætti tilheyra flokki „stakrænna véla“ (discrete-state machines). Þetta eru vélar sem ganga í snöggum stökkum eða smella úr einni stöðu í aðra. Hver staða vélarinnar er nógu ólík öðrum til þess að við þurfum engar áhyggjur að hafa af því að þær ruglist saman. Strangt tekið eru engar svona vélar til. í raun og veru eru allar hreyfingar samfelldar. En það eru til margs konar vélar sem hentugt er að hugsa um sem væru þær stakrænar vélar. Þegar við lítum til dæmis á rofa fyrir ljós þá hentar vel að ímynda sér að hver rofi hljóti að vera annað hvort alveg opinn eða alveg lokaður. Það hljóta að vera einhver stig þarna á milli en í flestum tilvikum getum við látið sem þau séu ekki til. Sem dæmi um stakræna vél skulum við hugsa okkur hjól sem smellur til um 120° á einnar sekúndu fresti en stöðvast ef gripið er í stöng sem stendur út úr vélinni. Við þessa lýsingu er því að bæta að við eina stöðu hjólsins kviknar ljós. Það má gefa eftirfarandi sértæka lýsingu á þessari vél. Staðan'inni í vélinni (sem lýst er með því að tiltaka hvernig hjólið snýr) getur verið qj, q2 eða q2. Inntakið (staða stangarinnar) er annað hvort Íq eða ij. Á hverju augnabliki er staðan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.