Hugur - 01.01.1995, Page 44
42
Alan M. Turing
HUGUR
Þessum sérstaka hæfileika stafrænna tölva til að herma eftir
sérhverri stakrænni vél er lýst með því að segja að þær séu altækar
vélar. Altækar vélar hafa þann mikilvæga kost, að sé horft fram hjá
hugsanlegum hraðamun, er óþaifi að smíða sérstaka vél fyrir þessa eða
hina útreikninga. Ein stafræn tölva dugar til að vinna alla útreikninga
sé hún sérstaklega forrituð í hverju tilviki. Eins og sjá má leiðir af
þessu að allar stafrænar tölvur eru í vissum skilningi jafngildar.
Við skulum nú snúa okkur aftur að þeirri umræðu sem var fitjað
upp á í niðurlagi §3. Þar var stungið upp á því að við prófuðum að
láta spurninguna „Er hugsanlegt að búa til tölvu sem stendur sig vel í
hermileiknum?" koma í stað spumingarinnar „Geta vélar hugsað?" Ef
við viljum getum við látið umræðuna líta út fyrir að vera almennari
en þetta og spurt „Geta einhverjar stakrænar vélar leikið þennan leik
vel?“ En þar sem tölvur eru altækar eru báðar þessar spurningar
jafngildar því að spyrja, „Er hægt að velja eina ákveðna stafræna tölvu
og laga hana til, með því einu að stækka geymslu hennar, auka
hraðann og láta hana fá forrit við hæfi, þannig að hún leiki hlutverk A
í hermileiknum með fullnægjandi hætti, að því gefnu að hlutverk B
sé leikið af manni?“
6. Andstœð viðhorf
Við getum nú litið yfir farinn veg og séð að við erum komin nógu
langt til að geta hafið rökræðu um spurninguna okkar „Geta vélar
hugsað?" og það tilbrigði við hana sem var sett fram í lok síðasta
þáttar. Við getum ekki sagt alveg skilið við upphaflegu fram-
setninguna á vandamálinu því það eru skiptar skoðanir um réttmæti
þess að breyta spurningunni á þann hátt sem við höfum gert og við
verðum í það minnsta að hlusta á það sem sagt kann að vera um það
efni.
Eg geri lesandanum auðveldara fyrir ef ég byrja á að útskýra mína
eigin skoðun á efninu. Hvað varðar hina nákvæmari framsetningu
vandans þá trúi ég því að eftir um það bil 50 ár verði mögulegt að
forrita tölvur, með geymslurými um 10^, þannig að þær leiki
hermileikinn svo vel að ekki séu meira en 70% líkur á að
meðalspyrill þekki viðmælendur rétt eftir að hafa rætt við þá í 5
mínútur. Hvað varðar upphaflegu spurninguna, „Geta tölvur hugsað“
þá álít ég hana of óljósa til að hún verðskuldi að vera rædd. Ég held