Hugur - 01.01.1995, Side 46

Hugur - 01.01.1995, Side 46
44 Alan M. Turing HUGUR Nákvæmlega sams konar rök geta eins átt við um vélar. Þau kunna að virðast ólík vegna þess að við eigum erfiðara með að kyngja því að vélar hugsi. En þetta þýðir bara að við álítum það ólíklegra að Guð telji heppilegt að skapa sál við slíkar kringumstæður. Þær kringum- stæður sem um ræðir verða ræddar hér á eftir. Þótt við reynum að búa til svona vélar þá er ekki þar með sagt að við séum að taka okkur vald til að skapa sálir og sýna Guði þar með lítilsvirðingu neitt frekar en við gerum með því að geta börn. í báðum tilvikum erum við verkfæri Guðs og byggjum musteri handa þeim sálum sem hann skapar. Þetta eru vitaskuld tómar vangaveltur. Það er sama hvað guðfræðileg rök eiga að sanna, mér þykir alltaf jafn lítið til þeirra koma, enda hafa þau oft reynst léttvæg. Á tímum Galfleós var því haldið fram að ritningargreinarnar „Þá staðnaði sólin ... og hraðaði sér eigi að ganga undir nær því heilan dag.“ (Jósúa 10:13) og „Hann grundvallar jörðina á undirstöðum hennar, svo hún haggast eigi um aldur og æfi“ (Davíðssálmar 104:5)* dygðu til þess að hrekja kenningu Kóperníkusar. Sú þekking sem menn nú hafa dugar til að þessi rök sýnist ómerkileg. Áður en þessi þekking varð til litu þau út fyrir að vera mun merkilegri. Að andmœla með því að stinga hausnum í sandinn „Við skulum vona og trúa að vélar geti aldrei hugsað því afleiðingarnar yrðu of hræðilegar.“ Þessi rök eru sjaldan sett fram með svo ljósum hætti. En þau kveikja samt tilfinningar hjá flestum okkar sem hugsum um þessi efni. Við viljum trúa því að maðurinn sé í einhverjum djúpum skilningi æðri öðrum hlutum sköpunarverksins. Best væri ef sýna mætti fram á að hann sé óhjákvæmilega æðri en aðrir hlutar þess því þá er engin hætta á að hann glati yfirburðum sínum. Vinsældir guðfræðilegu rökfærslunnar hafa greinileg tengsl við þessar tilfmningar. Þær eru líklega sterkar hjá gáfuðu fólki því hæfileikinn til að hugsa er því meira virði en öðrum svo það hneigist til að álíta að yfirburðir mannsins velti á þessum hæfileika. * [í frumtexta er þessi tilvitnun sögð vera úr Davíðssálmi 105.]
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.