Hugur - 01.01.1995, Side 53

Hugur - 01.01.1995, Side 53
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 51 gert einhvern þessara hluta og aðferðinni sem vélin gæti notað lýst, þá láta menn sér yfirleitt fátt um finnast. Þeir hugsa sem svo að aðferðin (hver svo sem hún kann að vera) sé heldur lágkúruleg (því hún er óhjákvæmilega vélræn). Sjá orðin sem eru innan sviga í tilvitnuninni í ræðu Jeffersons á blaðsíðu 47. Andmœli frú Lovelace ítarlegustu upplýsingar sem við höfum um greiningarvél Babbage er að finna í minnisblöðum frú Lovelace (1842). Hún segir: „Greiningarvélin sýnir enga tilburði til að eiga upphaf að nokkrum hlut. Hún getur gert hvaðeina sem við vitum hvernig á að skipa henni að gera“ (skáletur Lovelace). Hartree (1949) tekur þessa fullyrðingu upp í tilvitnun og bætir við: Af þessu leiðir ekki að ómögulegt sé að búa til rafeindabúnað sem „hugsar sjálfstætt" eða, svo notað sé líffræðilegt orðalag, hægt er að byggja skilyrt viðbrögð inn í sem mundu gagnast sem undirstaða undir „nám“. Þróunin upp á síðkastið gefur tilefni til þess að spyrja hvort þetta sé fræðilega mögulegt og sú spurning er áhugaverð og heillandi. Á þessum tímum virtist mönnum ekki að vélarnar sem þeir smíðuðu, eða hugðust smíða, hefðu þennan eiginleika. Um þetta er ég algerlega sammála Hartree. Það er eftirtektarvert að hann fullyrðir ekki að þær vélar sem um ræðir haft verið án þessa eiginleika heldur aðeins að þau gögn sem frú Lovelace hafði aðgang að haft ekki gefið henni tilefni til að álíta þær hafa hann. Það er fullkomlega mögulegt að þær vélar sem um ræðir hafi í vissum skilningi haft þennan eiginleika. Gerum ráð fyrir að einhver stakræn vél haft þennan eiginleika. Greiningarvélin var altæk stafræn tölva svo ef hún hefði haft nægilegan hraða og nægilegt geymslurými þá hefði verið hægt, með forritun, að láta hana herma eftir þeirri vél. Sennilega datt Babbage og greifafrúnni þessi rök aldrei í hug. Það er heldur ekki við því að búast að þau hafi sagt allt sem hægt er að segja um þetta mál. Þessi spurning verður aftur til athugunar þegar fjallað verður um vélar sem læra. Tilbrigði við andmæli frú Lovelace eru á þá leið að vél geti aldrei „gert neitt algerlega nýtt“. Það má verjast þessari gagnrýni um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.