Hugur - 01.01.1995, Side 70

Hugur - 01.01.1995, Side 70
68 John R. Searle HUGUR að þótt forrit Schanks sé ekki öll sagan um skilninginn, þá geti það verið hluti af henni. Gott og vel, það er sjálfsagt hugsanlegt, en við höfum ekki hina minnstu ástæðu til að halda að þetta sé satt. í dæminu voru leiddar líkur að því - þótt vissulega væri það ekki sannað - að forritið skipti einfaldlega engu máli fyrir skilning minn á sögunni. Þegar kínverskan átti í hlut hafði ég allt sem gervigreind gæti látið mér í té með forriti, og ég skildi ekki neitt; í enska tilvikinu skildi ég allt, og enn er engin ástæða til að ætla að minn skilningur hafi haft neitt með tölvuforrit að gera, þ.e. með reiknanlegar aðgerðir á formlega skilgreind tákn. Það sem dæmið sýnir er, að á meðan forrit er skilgreint með reiknanlegum aðgerðum á algerlega formlega skilgreind tákn, þá skipta aðgerðirnar engu verulegu máli fyrir skilninginn. Þær er sannarlega ekki nægjanlegt skilyrði, og við höfum ekki hina minnstu ástæðu til að ætla að þær sé nauðsynlegt skilyrði eða Ieggi skilningnum eitthvað mikilsvert til. Takið eftir því að röksemdafærslan gengur ekki einfaldlega út á að ólíkar vélar geti haft sama inntak og úttak en samt unnið eftir ólíkum formlegum reglum - það er alls ekki kjarni málsins. Kjarni málsins er öllu heldur sá, að það er sama eftir hvaða algerlega formlegu reglum tölvan vinnur, þau verða aldrei nægjanleg skilyrði skilnings, því maður getur fylgt þessum formlegu reglum án þess að skilja neitt. Engin rök hafa verið færð fyrir því að slíkar reglur séu nauðsynlegar eða leggi skilningnum hið minnsta til, því það hafa ekki verið færð nein rök fyrir því að ég vinni yfirleitt eftir neinu formlegu forriti þegar ég skil ensku. Gott og vel, en hvað er til staðar í tilviki ensku setninganna en ekki þeirra kínversku? Svarið blasir við, ég veit hvað ensku setningarnar merkja, en hef ekki minnsta grun um hvað þær kínversku merkja. En í hverju er þetta fólgið og hvers vegna getum við ekki komið þessu í vél, hvað svo sem þetta annars er? Ég kem að þessari spurningu seinna, en fyrst langar mig að halda áfram með dæmið. Ég hef haft tækifæri til að leggja þetta dæmi fyrir nokkra þeirra sem vinna við gervigreind, og þótt undarlegt megi virðast þá er enginn einhugur um hvernig bregðast skuli við. Ég hef fengið ótrúlega fjölbreytileg svör, og hér á eftir mun ég velta þeim algengustu fyrir mér (ég útlista þau og tilgreini landfræðilegan uppruna þeirra).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.